Erlent

Vill afnema farrýmaskiptingu í þýskum lestum

Andri Eysteinsson skrifar
Bernd Riexinger vill afnema farrýmaskiptingu í lestum DB
Bernd Riexinger vill afnema farrýmaskiptingu í lestum DB Getty/Florian Gaertner
Ummæli þýska þingmannsins, Bernd Riexinger sem er einn formanna vinstri flokksins Die Linke, um farrýmaskiptingu í lestum hefur vakið hörð viðbrögð. Riexinger sagði í viðtali við RND að hætta eigi að skipta lestum í farrými til þess að bregðast við troðningi og til að auka skilvirkni. Guardian greinir frá.

„Fólk stendur milli sæta á meðan það er nóg pláss í fyrsta farrými. Við erum að leyfa það að fyrsta farrými sé tómt á meðan almennt farrými er troðið. Það ætti að hafa allt opið til þess að auka sætisfjölda,“ segir Biexinger sem hvatti þýska lestarkerfið, DB, til þess að taka hugmyndunum opnum örmum og benti á að rútur færu um landið án þess að farþegum væri skipt upp í farrými.

Karl-Peter Naumann, formaður þýska farþegasambandsins, Bahn, var ósáttur við tillögu Riexinger.

„Það er mikil eftirspurn eftir sætum í fyrsta farrými, jafnt frá farþegum sem fara stuttar vegalengdir og lengri. Ef við viljum meira pláss þurfum einfaldlega að lengja lestirnar,“ sagði Naumann

Samgöngusérfræðingur frjálsra demókrata, Torsten Herbst, svaraði einnig tillögum Riexinger og sagði hann ætla að bæta samgöngur með því að gera þær verri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×