„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:47 Gargiulo var í dag sakfelldur fyrir morðin á þeim Ashley Ellerin og Mariu Bruno. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða Michelle Murphy. Hann er auk þess ákærður fyrir morðið á fjórðu konunni, Triciu Pacaccio. Vísir/getty Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993. Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993.
Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32