Fleiri fréttir

Forsetakosningar í Mexíkó

Það eru fleiri en Íslendingar sem kjósa sér forseta þessa helgi því forsetakosningar fara nú fram í Mexíkó í dag. Kosningarnar eru haldnar í skugga blóðugs fíkniefnastríðs sem geisar í landinu og bágs efnahagsástands.

Borðuðu síðast saman á Sushi Samba - Tom tekur til varna

Tom Cruise og Katie Holmes sáust síðast saman á íslenska veitingastaðnum Sushi Samba í miðborg Reykjavíkur þann 16. júní síðastliðinn. Þá voru þau með dóttur sína, Suri, með sér, en skömmu síðar átti Holmes eftir að sækja um skilnað, nokkuð sem virðist hafa komið stórleikaranum verulega á óvart.

Konur oftast þolendurnir

Þolendur kynferðisbrota presta um allan heim eru í 95 prósentum tilvika konur. Þetta kemur fram í bókinni When Priests and Pastors Prey sem Heimsráð kirkjunnar og kristileg alþjóðasamtök stúdenta gefa út.

Náðu stjórn á ómannaðri vél

Bandarískum tölvunarfræðingum tókst að hakka sig inn í stjórnkerfi ómannaðrar flugvélar af sömu gerð og bandaríska leyniþjónustan notar til loftárása og ná þannig stjórn á flugvélinni.

Byggja nýtt og rífa eftir tíu ár

Í Buskerud í Noregi hafa umræður um hvar byggja skuli nýtt sjúkrahús staðið yfir í 20 ár. Nú hafa forstöðumenn sjúkrahússins í Drammen ákveðið að grípa til þeirrar bráðabirgðalausnar að láta reisa tveggja hæða hótel með 24 stofum fyrir sjúklinga, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins.

Níu ára með loftbyssu stal rafmagnsbíl

Níu ára dreng tókst að stela rafmagnsbíl í eigu Gautaborgar í Svíþjóð með því að kalla að byssa sem hann bar væri hlaðin. Stráksi settist undir stýri og ók á 30 til 35 km hraða á undan ökumönnum á öðrum rafmagnsbíl og fleiri sem veittu honum eftirför.

Einn hefur týnt lífi í eldinum

Gróðureldar í Colorado Springs í Coloradofylki í Bandaríkjunum hafa kostað að minnsta kosti eitt mannslíf síðan þeir kviknuðu þann 23. júní. Innan við tíu er saknað vegna eldanna, sem hafa eyðilagt 346 heimili í úthverfum Colorado Springs.

Sprengjuregn í Damascus

Hersveitir Assads Sýrlandsforseta létu sprengjum rigna yfir uppreisnarmenn í úthverfum höfuðborgarinnar Damascus í gær. Tólf eru sagðir hafa fallið í sprengjuregninu.

Flóttamenn í felum fái hjálp

Flokkarnir í sænsku ríkisstjórninni hafa komist að samkomulagi um að flóttamenn sem eru í felum fái niðurgreidda læknishjálp eins og þá sem hælisleitendur hafa rétt á. Þetta tilkynnti félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Göran Hägglund, í gær.

Uppþvotturinn veitir hamingju

Karlar sem þvo upp og sinna öðrum almennum heimilisstörfum eru hamingjusamari en aðrir karlar. Þetta er niðurstaða könnunar sem starfsmenn við Cambridge-háskólann í Englandi gerði á viðhorfum karla.

Fæðingarkirkjan viðurkennd

Mennta-, vísinda- og menningarsamtök Sameinuðu þjóðanna gáfu út yfirlýsingu í dag og viðurkenndu Fæðingarkrikjuna í Betlehem.

Kate Middleton sefur á götunni

Kate Middleton ætlar ásamt leikkonu og aðgerðasinnanum Lisu Maxwell að verja nótt á götum London til að styðja herferðina "Sofa úti". Herferðin er til þess að vekja athygli almennings á stöðu heimilislausra.

Hræðist skattahækkanir

Nikki Haley ríkisstjóri Suður- Karólínu í Bandaríkjunum sagði í gær að niðurstaða hæstaréttar um að framfylgja nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu landsins, býður upp á miklar skattahækkanir.

Flugræningjar yfirbugaðir

Flugfarþegar hjálpuðu til við að afstýra tilraun flugráns yfir Xinjiang í vesturhluta Kína í dag.

Mikið mannfall í Sýrlandi

Mikið mannfall var í gær þegar 190 manns voru drepnir á einum mannskæðasta degi uppreisnarinnar í Sýrlandi.

A Clockwork Orange nú í söngleikjaformi

Söngleikjaútgáfa skáldsögunnar A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess var frumsýnd í Bretlandi í gær. Burgess samdi lögin sjálfur en það gerði hann fyrir rúmlega 26 árum.

Mikið þrumuveður og úrhelli herjar á Dani

Mikið þrumuveður og úrhelli gengur nú yfir Danmörku. Í augnablikinu herjar þetta veður á íbúana á Jótlandi en talið er að veður þetta nái til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Hinsvegar er búist við að íbúar á Borgundarhólmi sleppi við veðrið.

Fornleifafræðingar fundu elsta leirpott sögunnar

Fornleifafræðingar hafa fundið það sem talið er vera brot úr elsta leirpotti í sögunni í helli í suðurhluta Kína. Leirpottur þessi er talinn vera um 20.000 ára gamall eða um 10.000 árum eldri en áður var talið að slíkir pottar voru fyrst búnir til.

Risagígur á Grænlandi

Gígur, sem er 600 km í þvermál og stærri en Danmörk, myndaðist á Grænlandi þegar loftsteinn, sem var þrír kílómetrar í þvermál, hrapaði þar fyrir þremur milljörðum ára.

Heilbrigðislöggjöf Obama stenst stjórnarskrá

Meirihluti Hæstaréttar Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heilbrigðislöggjöf Baracks Obama stenst stjórnarskrá landsins. Því hefur verið varpað að þetta sé eitt stærsta mál dómstólsins í fjölda ára.

Erfiðasta Sudoku-þraut veraldar

Vinsældir Sudoku virðast engan enda ætla að taka. Áhugamenn um þessa ávanabindandi talnaþraut ættu nú að ydda blýanta sína því erfiðasta Sudoku þrautin hefur nú verið birt.

Góð reynsla af að líta ekki á fíkniefnaneyslu sem afbrot

Reynsla Portúgala af því að hætta að líta á fíkniefnaneyslu sem afbrot er góð og hefur engar skaðlegar hliðar í för með sér. Fyrir tveimur dögum birtu Sameinuðu Þjóðirnar skýrslu um að fíkniefnastríðið væri tapað og hefði meiri skaðlegar afleiðingar en góðar. Reynsla Portúgala gæti verið vatn á myllu þessa málstaðar.

Tyrkir búast til varnar

Tyrkir hafa sent hermenn, eldflaugar og önnur hergögn að landamærum Sýrlands samkvæmt fréttastofu Sky News. Forsætisráðherra Tyrklands hefur jafnframt gefið út skipun um að bregðast við ógnum sem kunna að steðja að landamærunum. Hann lýsti því yfir í kjölfar þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska herflugvél fyrir skömmu.

Breytingar í Egyptalandi

Eiginkona Morsi, forseta Egyptalands, vill ekki láta kalla sig „helsta konan" (e. first lady). Ef hún þarf að bera einhvern titil vill hún heldur vera kölluð „helsti þjónn" (e. first servant) landsins.

Heilbrigðislöggjöf Obama stendur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Demókrata sé í samræmi við stjórnarskrá landsins.

Leiðtogafundur ESB enn í gangi

Fjárhagsvandamál á evrusvæðinu er aðalumræðuefnið og Angela Markel kanslari Þýskalands og Francois Hollande forseti Frakklands reyna að komast að niðurstöðu hvaða leiðir séu bestar til að leysa vandann.

Mál Kim Dotcom í uppnámi - leitarheimildin ógild

Dómstóll í Nýja-sjálandi hefur úrskurðað að leitarheimild sem lögreglan þar í landi notaði til að ráðast inn á heimili Kim Dotcom, stofnanda skráarskiptasíðunnar Megaupload, hafi verið ógild.

Sjá næstu 50 fréttir