Erlent

Byggja nýtt og rífa eftir tíu ár

Búnaður tengdur heilsugæslu. Mynd úr safni.
Búnaður tengdur heilsugæslu. Mynd úr safni.
Í Buskerud í Noregi hafa umræður um hvar byggja skuli nýtt sjúkrahús staðið yfir í 20 ár. Nú hafa forstöðumenn sjúkrahússins í Drammen ákveðið að grípa til þeirrar bráðabirgðalausnar að láta reisa tveggja hæða hótel með 24 stofum fyrir sjúklinga, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins.

Framkvæmdin vegna hótelbyggingarinnar og 70 bílastæða mun kosta 36 milljónir norskra króna, jafngildi um 750 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt áætlun á að rífa bygginguna eftir tíu ár. Bílastæðin verða einnig fjarlægð þá.-ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×