Fleiri fréttir Biskup segir af sér eftir faðmlög á baðströnd Páfinn hefur fallist á afsögn biskups í Argentínu en biskupinn ákvað að segja af sér eftir að myndir birtust á sjónvarpsstöð af honum í áköfum faðmlögum við konu á baðströnd í Mexíkó. 28.6.2012 06:35 Eiturlyf hamla þúsaldarmarkmiðum Efla þarf aðgerðir gegn ólöglegum eiturlyfjum og skipulagðri glæpastarfsemi, eigi að takast að styðja við þróunarlöndin. Þetta segir Yury Fedotov, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum (UNODC). 28.6.2012 05:45 Björguðu börnum frá vændi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur greint frá því að 79 unglingum, sem neyddir höfðu verið til að stunda vændi, hafi verið bjargað í síðustu viku frá hótelum og börum víða um Bandaríkin. Unglingarnir, 77 stúlkur og tveir drengir, voru á aldrinum 13 til 17 ára. 28.6.2012 05:45 Tókust í hendur á N-Írlandi Elísabet Englandsdrottning hitti Martin McGuinness, sem er varaforsætisráðherra Norður-Írlands og var foringi í írska lýðveldishernum IRA, í gær. Þau tókust í hendur og þykja það ákveðin tímamót í samskiptum Norður-Íra við Breta. 28.6.2012 05:30 Köfnuðu í vörubíl til S-Afríku 43 Eþíópíumenn og Sómalar köfnuðu á þriðjudag í vörubíl sem átti að smygla þeim til Suður-Afríku. Líkum fólksins hafði verið hent úr vörubílnum í Tansaníu eftir að ökumaður hans gerði sér grein fyrir því að fólkið væri látið. Sjötíu manns lifðu af og fá nú læknisaðstoð. 28.6.2012 02:30 Rándýrt ef Breivik verður talinn ósakhæfur Ef Anders Behring Breivik verður úrskurðaður ósakhæfur mun það kosta norska ríkið stórfé að vista hann á sérhannaðri einkaréttargeðdeild. 27.6.2012 22:15 John Travolta kærður fyrir kynferðisafbrot John Travolta hefur verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti á karlmanni. 27.6.2012 16:56 Mikið af peningaseðlum á floti í indversku votlendi Mikill fjöldi Indverja hefur svamlað um votlendi í Assam héraði eftir að fréttir bárust um að peningaseðlar væru á floti um allt í einni ánni þar. 27.6.2012 06:39 Milljón táningsstúlkur deyja á meðgöngu og við fæðingu Meðganga er helsta orsök dauða táningsstúlkna í heiminum í dag. 27.6.2012 16:23 "Keep it real" átakið hefst í dag Átakið gengur út að skora á tímarit að hafa að minnsta kosti eina fegurðarmynd í hverju tölublaði sem ekki eru breyttar með Photoshop. 27.6.2012 15:23 Morðrannsókn eftir gassprengju í Oldham Lögreglurannsókn er hafin eftir að barn deyr í gassprengju í Oldham, Bretlandi. 27.6.2012 13:44 Umskurður er líkamsmeiðing Umskurður vegna trúarskoðanna eru líkamsmeiðingar, er niðurstaða þýskra dómstóla. 27.6.2012 12:17 Odd Nerdrum í tæplega þriggja ára fangelsi Norski listamaðurinn Odd Nerdrum var í morgun dæmdur í tveggja árs og tíu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Hann mun einnig þurfa að greiða 35 þúsund norskar krónur, eða sem samsvarar um 700 þúsund íslenskum, í sakarkostnað. Nerdrum fékk jafnvirði 275 milljóna íslenskra króna vegna sölu á myndum í New York á árunum 1998-2002. Hann átti að greiða helminginn í skatt en gerði það ekki. Nerdrum hefur alltaf neitað sök, en engu að síður hafa dómar á tveimur dómsstigum fundið hann sekan. 27.6.2012 11:07 Starfsmenn fá frí til að horfa á Ólympíuleikana Helmingur fyrirtækja í London gefa starfsmönnum sínum leyfi til að vinna heima á meðan á Ólympíuleikunum og valmöguleika að taka sér frí á meðan þeim stendur, samkvæmt nýrri rannsókn. 27.6.2012 10:06 Romney sendir störf úr landi Mitt Romney, forsetaframbjóðandi, hefur verið gagnrýndur fyrir að senda stöf úr landi. 27.6.2012 09:45 Dómstóll í Köln bannar umskurð drengja Gyðingar í Þýskalandi eru æfir af reiði eftir að dómstóll í Köln komst að þeirri niðurstöðu að banna bæri umskurð á ungum drengjum. Gyðingatrú krefst þess að drengir séu umskornir. 27.6.2012 06:59 Hollywoodhöfundurinn Nora Ephron er látin Hollywoodhöfundurinn og leikstjórinn Nora Ephron er látin, 71 árs að aldri. Banamein hennar var hvítblæði. 27.6.2012 06:56 Assad viðurkennir að stríð geisar í Sýrlandi Bashar al-Assad forseti Sýrlands hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að stríð geisi í landinu. 27.6.2012 06:54 Úthverfi Colorado Springs tekin að brenna í skógareldunum Skógareldarnir í Colorado halda áfram að færast í aukanna og nú hafa um 32.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. 27.6.2012 06:51 Nær öllum bjargað er annað skip fórst við Jólaeyju Búið er að bjarga 123 manns eftir að skipi yfirfullu af hælisleitendum hvolfdi rúmlega 100 mílum norður af Jólaeyju við Ástralíu. Þetta er í annað sinn á tæpri viku að skip með hælisleitendum ferst á þessum slóðum. 27.6.2012 06:47 Fundu einn stærsta sjóð járnaldarmynta í Evrópu Einn stærsti sjóður járnaldarmynta í Evrópu hefur fundist á Jersey í Bretlandi en talið er að verðmæti hans nemi um tveimur milljörðum króna. 27.6.2012 06:44 Fá bónus fyrir nýja starfsmenn Starfsmenn einnar deildar hjá norska olíurisanum Statoil fá 20 þúsund norskar krónur, jafngildi rúmlega 400 þúsunda íslenskra króna, í bónus takist þeim að fá verkfræðing eða annan fagmann til starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir á fréttavefnum e24.no. Þar kemur fram að Statoil þurfi að ráða 1.500 nýja starfsmenn í ár. 27.6.2012 04:00 Lesa sig út úr fangelsunum Föngum í brasilískum fangelsum mun standa nýstárleg leið til boða til að stytta fangelsisvist sína; að lesa bækur. Hver bók styttir vistina um fjóra daga. Guardian greinir frá þessu. 27.6.2012 03:00 Rúmenskir vasaþjófar verði fangelsaðir Norski Framfaraflokkurinn vill að vasaþjófar verði settir á bak við lás og slá en aðeins ef um Rúmena er að ræða. Það er skoðun flokksins að Rúmenar sem stela misnoti EES-samninginn. Þess vegna eigi að breyta norskum lögum. Almennt er vasaþjófum í Noregi gert að greiða sekt. 27.6.2012 02:00 NATO stendur með Tyrklandi Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, fordæmdi í dag árás Sýrlendinga á tyrkneska orrustuþotu sem var skotinn niður í síðustu viku. Árásin var rædd á fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í morgun. 26.6.2012 20:32 Tvíburaturnarnir rísa aftur Í dag var síðasta stálbita komið fyrir í "Turni 4" sem markar áfanga í uppbyggingu tvíburaturnanna á Manhattan í New York 26.6.2012 17:00 Hljóp fótalaus með Ólympíukyndilinn Ben Parkison, sem talinn er vera mest særði breski hermaðurinn úr stríðinu í Afganistan, hljóp með Ólympíukyndilinn í London í dag. 26.6.2012 16:10 Barn deyr í gassprengingu í Bretlandi Barn lét lífið og maður hlaut alvarlega brunaáverka eftir gassprengju í Oldham, Bretlandi fyrir hádegi í dag. 26.6.2012 15:38 Viðurkennir að hafa orðið maka sínum að bana Peter Foster, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, játaði í síðustu viku að hafa orðið maka sínum, Heather Cooper, að bana. Hann hafði áður neitað sök. 26.6.2012 13:39 Fornleifafundur vekur furðu á Bretlandseyjum og víðar Fornleifafundur í Cambridge héraði í Englandi hefur vakið mikla furðu á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu. 26.6.2012 06:35 Höfundar Tomb Raider endurgera Borgríki Höfundar myndarinnar Lara Croft: Tomb Raider ætla að endurgera íslensku spennumyndina, Borgríki, fyrir bandaríska framleiðslufyrirtækið New Regency . 26.6.2012 12:06 Einmana-Georg til hinstu hvílu Risaskjaldbakan Einmana-Georg, sú síðasta af sinni tegund, drapst á Galapagoseyjum í fyrradag. Ekki er vitað nákvæmlega hversu gamall Georg var, en þó er talið að hann hafi verið um hundrað ára. Hann uppgötvaðist á einni af Galapagoseyjunum árið 1972. Vísindamenn höfðu fram að því talið að sú undirtegund Galapagos-skjaldbakanna sem hann tilheyrði væri útdauð. 26.6.2012 11:00 Dómarar mega líta til aldurs Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur bannað alla löggjöf sem kveður á um refsingu án tillits til þess hvort sá brotlegi er lögráða eða ekki. 26.6.2012 11:00 Evrópusambandið fær vald yfir fjárhag evrulandanna Evrópusambandið fær vald til að breyta fjárhagsáætlunum evrulandanna. 26.6.2012 10:41 Evrópa skal bregðast við vegna PIP-málsins Nauðsynlegt er að innleiða kerfi í Evrópu sem miðar að því að lækningatæki eins og gangráður, brjóstapúðar og mjaðmarliðir fái ekki markaðsleyfi nema þau verði rannsökuð mjög ítarlega, rétt eins og lyf. Þetta er mat Evrópsku neytendasamtakanna, sem hvetja Evrópuþingið til að láta innleiða slíkt kerfi í ljósi PIP-málsins. 26.6.2012 10:00 Íslenskur selur sem tilheyrði bandaríska flotanum er dáinn Íslenski útselurinn Gunnar dó í Þjóðardýragarði Bandaríkjanna í Washington í gærkvöldi en hann náði 38 ára aldri. Gunnar var eitt sinn í þjónustu bandaríska flotans og sinnti þar ýmsum vekefnum meðan á kalda stríðinu stóð. 26.6.2012 09:21 Nær 80 börnum bjargað úr vændi í Bandaríkjunum Nær áttatíu börnum var bjargað úr vændi í viðamikilli aðgerð lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum um helgina. 26.6.2012 07:13 Debby veldur neyðarástandi á Flórída Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna hitabeltisstormsins Debby sem herjar nú á íbúa ríkisins. 26.6.2012 07:02 Gífurleg spenna í samskiptum Tyrkja og Sýrlendinga Gífurleg spenna ríkir nú í samskiptum Tyrklands og Sýrlands en Tyrkir hafa sakað Sýrlendinga um að hafa skotið á aðra herþotu sína í gærdag. 26.6.2012 06:46 Um 500 danskar netsíður með barnaklámi stofnaðar í fyrra Á síðasta ári voru stofnaðar um 500 nýjar netsíður með ólöglegu barnaklámi í Danmörku eða nær 10 síður í hverri viku ársins. 26.6.2012 06:39 MI5 berst við óvenjumikið af tölvuárásum á Bretland Breska leyniþjónustan MI5 segir að hún sé nú að berjast við óvenjumikið af tölvuárásum á bresk iðnaðarfyrirtæki og opinberar stofnanir. 26.6.2012 06:25 Allir fá netfang hjá Facebook Allir notendur Facebook hafa nýlega fengið netfang @facebook.com. Þetta er nýjung sem Facebook teymið tók upp á og vakti athygli í dag. 25.6.2012 23:53 Hægt að breyta athugasemdum á Facebook Facebook hefur nú tekið upp nýjan fídus sem gerir notendum kleift að breyta athugasemdum sem þeir hafa sett inn. Ekki þarf því lengur að ergja sig svo yfir innsláttar- eða stafsetningarvillum að heilu athugasemdunum sé eytt út, þó enn sé boðið upp á þann möguleika. 25.6.2012 22:45 Netanyahu býst við samstarfi við Bræðralag múslima Benjamin Netanyahu sagði á fundi með Vladimir Putin, rússneska forsetanum, að hann byggist við að ná samstarfi við Bræðralag múslima, nýja stjórn Egyptalands, sem byggi á friðarsáttmála landanna. 25.6.2012 16:22 Konur hrifnari af samskiptasíðum en karlmenn Konur eru hrifnari af samskiptasíðum en karlmenn, sem kjósa heldur leikja- og fjárhættuspilasíður. 25.6.2012 15:24 Sjá næstu 50 fréttir
Biskup segir af sér eftir faðmlög á baðströnd Páfinn hefur fallist á afsögn biskups í Argentínu en biskupinn ákvað að segja af sér eftir að myndir birtust á sjónvarpsstöð af honum í áköfum faðmlögum við konu á baðströnd í Mexíkó. 28.6.2012 06:35
Eiturlyf hamla þúsaldarmarkmiðum Efla þarf aðgerðir gegn ólöglegum eiturlyfjum og skipulagðri glæpastarfsemi, eigi að takast að styðja við þróunarlöndin. Þetta segir Yury Fedotov, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum (UNODC). 28.6.2012 05:45
Björguðu börnum frá vændi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur greint frá því að 79 unglingum, sem neyddir höfðu verið til að stunda vændi, hafi verið bjargað í síðustu viku frá hótelum og börum víða um Bandaríkin. Unglingarnir, 77 stúlkur og tveir drengir, voru á aldrinum 13 til 17 ára. 28.6.2012 05:45
Tókust í hendur á N-Írlandi Elísabet Englandsdrottning hitti Martin McGuinness, sem er varaforsætisráðherra Norður-Írlands og var foringi í írska lýðveldishernum IRA, í gær. Þau tókust í hendur og þykja það ákveðin tímamót í samskiptum Norður-Íra við Breta. 28.6.2012 05:30
Köfnuðu í vörubíl til S-Afríku 43 Eþíópíumenn og Sómalar köfnuðu á þriðjudag í vörubíl sem átti að smygla þeim til Suður-Afríku. Líkum fólksins hafði verið hent úr vörubílnum í Tansaníu eftir að ökumaður hans gerði sér grein fyrir því að fólkið væri látið. Sjötíu manns lifðu af og fá nú læknisaðstoð. 28.6.2012 02:30
Rándýrt ef Breivik verður talinn ósakhæfur Ef Anders Behring Breivik verður úrskurðaður ósakhæfur mun það kosta norska ríkið stórfé að vista hann á sérhannaðri einkaréttargeðdeild. 27.6.2012 22:15
John Travolta kærður fyrir kynferðisafbrot John Travolta hefur verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti á karlmanni. 27.6.2012 16:56
Mikið af peningaseðlum á floti í indversku votlendi Mikill fjöldi Indverja hefur svamlað um votlendi í Assam héraði eftir að fréttir bárust um að peningaseðlar væru á floti um allt í einni ánni þar. 27.6.2012 06:39
Milljón táningsstúlkur deyja á meðgöngu og við fæðingu Meðganga er helsta orsök dauða táningsstúlkna í heiminum í dag. 27.6.2012 16:23
"Keep it real" átakið hefst í dag Átakið gengur út að skora á tímarit að hafa að minnsta kosti eina fegurðarmynd í hverju tölublaði sem ekki eru breyttar með Photoshop. 27.6.2012 15:23
Morðrannsókn eftir gassprengju í Oldham Lögreglurannsókn er hafin eftir að barn deyr í gassprengju í Oldham, Bretlandi. 27.6.2012 13:44
Umskurður er líkamsmeiðing Umskurður vegna trúarskoðanna eru líkamsmeiðingar, er niðurstaða þýskra dómstóla. 27.6.2012 12:17
Odd Nerdrum í tæplega þriggja ára fangelsi Norski listamaðurinn Odd Nerdrum var í morgun dæmdur í tveggja árs og tíu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Hann mun einnig þurfa að greiða 35 þúsund norskar krónur, eða sem samsvarar um 700 þúsund íslenskum, í sakarkostnað. Nerdrum fékk jafnvirði 275 milljóna íslenskra króna vegna sölu á myndum í New York á árunum 1998-2002. Hann átti að greiða helminginn í skatt en gerði það ekki. Nerdrum hefur alltaf neitað sök, en engu að síður hafa dómar á tveimur dómsstigum fundið hann sekan. 27.6.2012 11:07
Starfsmenn fá frí til að horfa á Ólympíuleikana Helmingur fyrirtækja í London gefa starfsmönnum sínum leyfi til að vinna heima á meðan á Ólympíuleikunum og valmöguleika að taka sér frí á meðan þeim stendur, samkvæmt nýrri rannsókn. 27.6.2012 10:06
Romney sendir störf úr landi Mitt Romney, forsetaframbjóðandi, hefur verið gagnrýndur fyrir að senda stöf úr landi. 27.6.2012 09:45
Dómstóll í Köln bannar umskurð drengja Gyðingar í Þýskalandi eru æfir af reiði eftir að dómstóll í Köln komst að þeirri niðurstöðu að banna bæri umskurð á ungum drengjum. Gyðingatrú krefst þess að drengir séu umskornir. 27.6.2012 06:59
Hollywoodhöfundurinn Nora Ephron er látin Hollywoodhöfundurinn og leikstjórinn Nora Ephron er látin, 71 árs að aldri. Banamein hennar var hvítblæði. 27.6.2012 06:56
Assad viðurkennir að stríð geisar í Sýrlandi Bashar al-Assad forseti Sýrlands hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að stríð geisi í landinu. 27.6.2012 06:54
Úthverfi Colorado Springs tekin að brenna í skógareldunum Skógareldarnir í Colorado halda áfram að færast í aukanna og nú hafa um 32.000 manns neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. 27.6.2012 06:51
Nær öllum bjargað er annað skip fórst við Jólaeyju Búið er að bjarga 123 manns eftir að skipi yfirfullu af hælisleitendum hvolfdi rúmlega 100 mílum norður af Jólaeyju við Ástralíu. Þetta er í annað sinn á tæpri viku að skip með hælisleitendum ferst á þessum slóðum. 27.6.2012 06:47
Fundu einn stærsta sjóð járnaldarmynta í Evrópu Einn stærsti sjóður járnaldarmynta í Evrópu hefur fundist á Jersey í Bretlandi en talið er að verðmæti hans nemi um tveimur milljörðum króna. 27.6.2012 06:44
Fá bónus fyrir nýja starfsmenn Starfsmenn einnar deildar hjá norska olíurisanum Statoil fá 20 þúsund norskar krónur, jafngildi rúmlega 400 þúsunda íslenskra króna, í bónus takist þeim að fá verkfræðing eða annan fagmann til starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir á fréttavefnum e24.no. Þar kemur fram að Statoil þurfi að ráða 1.500 nýja starfsmenn í ár. 27.6.2012 04:00
Lesa sig út úr fangelsunum Föngum í brasilískum fangelsum mun standa nýstárleg leið til boða til að stytta fangelsisvist sína; að lesa bækur. Hver bók styttir vistina um fjóra daga. Guardian greinir frá þessu. 27.6.2012 03:00
Rúmenskir vasaþjófar verði fangelsaðir Norski Framfaraflokkurinn vill að vasaþjófar verði settir á bak við lás og slá en aðeins ef um Rúmena er að ræða. Það er skoðun flokksins að Rúmenar sem stela misnoti EES-samninginn. Þess vegna eigi að breyta norskum lögum. Almennt er vasaþjófum í Noregi gert að greiða sekt. 27.6.2012 02:00
NATO stendur með Tyrklandi Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, fordæmdi í dag árás Sýrlendinga á tyrkneska orrustuþotu sem var skotinn niður í síðustu viku. Árásin var rædd á fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í morgun. 26.6.2012 20:32
Tvíburaturnarnir rísa aftur Í dag var síðasta stálbita komið fyrir í "Turni 4" sem markar áfanga í uppbyggingu tvíburaturnanna á Manhattan í New York 26.6.2012 17:00
Hljóp fótalaus með Ólympíukyndilinn Ben Parkison, sem talinn er vera mest særði breski hermaðurinn úr stríðinu í Afganistan, hljóp með Ólympíukyndilinn í London í dag. 26.6.2012 16:10
Barn deyr í gassprengingu í Bretlandi Barn lét lífið og maður hlaut alvarlega brunaáverka eftir gassprengju í Oldham, Bretlandi fyrir hádegi í dag. 26.6.2012 15:38
Viðurkennir að hafa orðið maka sínum að bana Peter Foster, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, játaði í síðustu viku að hafa orðið maka sínum, Heather Cooper, að bana. Hann hafði áður neitað sök. 26.6.2012 13:39
Fornleifafundur vekur furðu á Bretlandseyjum og víðar Fornleifafundur í Cambridge héraði í Englandi hefur vakið mikla furðu á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu. 26.6.2012 06:35
Höfundar Tomb Raider endurgera Borgríki Höfundar myndarinnar Lara Croft: Tomb Raider ætla að endurgera íslensku spennumyndina, Borgríki, fyrir bandaríska framleiðslufyrirtækið New Regency . 26.6.2012 12:06
Einmana-Georg til hinstu hvílu Risaskjaldbakan Einmana-Georg, sú síðasta af sinni tegund, drapst á Galapagoseyjum í fyrradag. Ekki er vitað nákvæmlega hversu gamall Georg var, en þó er talið að hann hafi verið um hundrað ára. Hann uppgötvaðist á einni af Galapagoseyjunum árið 1972. Vísindamenn höfðu fram að því talið að sú undirtegund Galapagos-skjaldbakanna sem hann tilheyrði væri útdauð. 26.6.2012 11:00
Dómarar mega líta til aldurs Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur bannað alla löggjöf sem kveður á um refsingu án tillits til þess hvort sá brotlegi er lögráða eða ekki. 26.6.2012 11:00
Evrópusambandið fær vald yfir fjárhag evrulandanna Evrópusambandið fær vald til að breyta fjárhagsáætlunum evrulandanna. 26.6.2012 10:41
Evrópa skal bregðast við vegna PIP-málsins Nauðsynlegt er að innleiða kerfi í Evrópu sem miðar að því að lækningatæki eins og gangráður, brjóstapúðar og mjaðmarliðir fái ekki markaðsleyfi nema þau verði rannsökuð mjög ítarlega, rétt eins og lyf. Þetta er mat Evrópsku neytendasamtakanna, sem hvetja Evrópuþingið til að láta innleiða slíkt kerfi í ljósi PIP-málsins. 26.6.2012 10:00
Íslenskur selur sem tilheyrði bandaríska flotanum er dáinn Íslenski útselurinn Gunnar dó í Þjóðardýragarði Bandaríkjanna í Washington í gærkvöldi en hann náði 38 ára aldri. Gunnar var eitt sinn í þjónustu bandaríska flotans og sinnti þar ýmsum vekefnum meðan á kalda stríðinu stóð. 26.6.2012 09:21
Nær 80 börnum bjargað úr vændi í Bandaríkjunum Nær áttatíu börnum var bjargað úr vændi í viðamikilli aðgerð lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum um helgina. 26.6.2012 07:13
Debby veldur neyðarástandi á Flórída Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna hitabeltisstormsins Debby sem herjar nú á íbúa ríkisins. 26.6.2012 07:02
Gífurleg spenna í samskiptum Tyrkja og Sýrlendinga Gífurleg spenna ríkir nú í samskiptum Tyrklands og Sýrlands en Tyrkir hafa sakað Sýrlendinga um að hafa skotið á aðra herþotu sína í gærdag. 26.6.2012 06:46
Um 500 danskar netsíður með barnaklámi stofnaðar í fyrra Á síðasta ári voru stofnaðar um 500 nýjar netsíður með ólöglegu barnaklámi í Danmörku eða nær 10 síður í hverri viku ársins. 26.6.2012 06:39
MI5 berst við óvenjumikið af tölvuárásum á Bretland Breska leyniþjónustan MI5 segir að hún sé nú að berjast við óvenjumikið af tölvuárásum á bresk iðnaðarfyrirtæki og opinberar stofnanir. 26.6.2012 06:25
Allir fá netfang hjá Facebook Allir notendur Facebook hafa nýlega fengið netfang @facebook.com. Þetta er nýjung sem Facebook teymið tók upp á og vakti athygli í dag. 25.6.2012 23:53
Hægt að breyta athugasemdum á Facebook Facebook hefur nú tekið upp nýjan fídus sem gerir notendum kleift að breyta athugasemdum sem þeir hafa sett inn. Ekki þarf því lengur að ergja sig svo yfir innsláttar- eða stafsetningarvillum að heilu athugasemdunum sé eytt út, þó enn sé boðið upp á þann möguleika. 25.6.2012 22:45
Netanyahu býst við samstarfi við Bræðralag múslima Benjamin Netanyahu sagði á fundi með Vladimir Putin, rússneska forsetanum, að hann byggist við að ná samstarfi við Bræðralag múslima, nýja stjórn Egyptalands, sem byggi á friðarsáttmála landanna. 25.6.2012 16:22
Konur hrifnari af samskiptasíðum en karlmenn Konur eru hrifnari af samskiptasíðum en karlmenn, sem kjósa heldur leikja- og fjárhættuspilasíður. 25.6.2012 15:24