Erlent

Sprengjuregn í Damascus

Ungur drengur tók þátt í mótmælum í Sýrlandi í gær. Hann hafði málað kinnar sínar í litum andspyrnuhreyfingarinnar. nordicphotos/afp
Ungur drengur tók þátt í mótmælum í Sýrlandi í gær. Hann hafði málað kinnar sínar í litum andspyrnuhreyfingarinnar. nordicphotos/afp
Hersveitir Assads Sýrlandsforseta létu sprengjum rigna yfir uppreisnarmenn í úthverfum höfuðborgarinnar Damascus í gær. Tólf eru sagðir hafa fallið í sprengjuregninu.

Vikan hefur verið sérlega blóðug í Sýrlandi, að sögn andspyrnumanna. Erfitt er fyrir blaða- og fréttafólk að henda reiður á hversu margir hafa fallið vegna gríðarlegra takmarkana sem stjórnvöld setja á fréttaflutning af átökunum.

Tvær andspyrnuhreyfingar sem taka saman upplýsingar um mannfall í átökunum segja að meira en 125 manns hafi fallið síðasta fimmtudag.

Uppreisnarmenn eru farnir að sækja í sig veðrið með öflugri vopnum. Þeim beita þeir í öflugri andspyrnu gegn stjórnarhernum.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×