Erlent

Erfiðasta Sudoku-þraut veraldar

mynd/AFP
Vinsældir Sudoku virðast engan enda ætla að taka. Áhugamenn um þessa ávanabindandi talnaþraut ættu nú að ydda blýanta sína því erfiðasta Sudoku þrautin hefur nú verið birt.

Það er finnski stærðfræðingurinn Arlo Inkala sem stendur að baki verkefninu en síðustu mánuði hefur hann unnið sleitulaust við að skapa erfiðustu talnaþraut veraldar.

Stjörnugjöf segir vanalega til um erfiðleika Sudoku-þrauta. Hefðbundnar þrautir fá yfirleitt fjórar til fimm stjörnur. Þraut Inkala er ellefu stjörnur.

Þetta er þrautin sem um ræðir.mynd/Arlo Inkala
Inkala segir að mikla rökhugsun og útsjónarsemi þurfi til að leysa þrautina. Þá sé oft þörf á því að hugsa tíu til ellefu útkomur áður en þrautin er fullkláruð.

„Það er afar erfitt að segja til um hvort að þrautin mín er sú erfiðasta," segir Inkala. „Sjálfur trúi ég því að erfiðasta þrautin hafi ekki enn verið uppgötvuð."

Hægt er nálgast þrautina hér — áhugasamir geta síðan nálgast þrautina á vefsíðu The Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×