Erlent

Spánverjar fá aðgang að neyðarsjóði Evrópusambandsins

Spánverjar fengu aðgang að neyðarsjóði sambandsins til að minna skuldahalla í landinu.
Spánverjar fengu aðgang að neyðarsjóði sambandsins til að minna skuldahalla í landinu.
Spánverjar fá aðgang að neyðarsjóði Evrópusambandsins án þess að auka skuldir landsins.

Herman van Rompuy, þingforseti Evrópusambandsins, tilkynnti niðurstöðuna snemma í morgun. Ákvörðunin var sameiginleg evrulandanna sautján.

Rompuy kynnti einnig sameiginlegt bankaeftirlitskerfi evrulandanna.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krafðist fyrir fundinn að sambandið myndi ekki vinna í skammtímalausnum.

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy og Ítalíu, Mario Monti, gerðu hins vegar öðrum fundarmönnum ljóst að þeir myndu hindra framgang fundarins nema þeir fengju aðstoð til að höggva á lánakostnað landanna.

Þeir höfðu stuðning frá forseta Frakklands, Francois Hollande, sem sagði að örþrifaráð væru nauðsynleg til þess að minnka skuldahalla landanna.

The Huffington Post segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×