Erlent

Forsetinn vill getnaðarvarnir

Nígeríumenn ættu að takmarka barneignir sínar, segir Goodluck Jonathan, forseti landsins.

Forsetinn segir fólk eignast of mörg börn og að það eigi sérstaklega við um ómenntað fólk. Hann hvetur því til notkunar getnaðarvarna og þess að fólk eignist ekki fleiri börn en það hefur efni á að sjá um.

Haft er eftir forsetanum í breska ríkisútvarpinu að það sé erfitt að hvetja fólk til að takmarka barneignir, þar sem Nígeríumenn séu mjög trúaðir.

Sameinuðu þjóðirnar hafa metið það sem svo að landsmönnum gæti fjölgað úr 160 milljónum í 400 milljónir fram til ársins 2050. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×