Erlent

Hryðjuverk á Ólympíuleikunum

mynd/afp
Tveir menn hafa verið handteknir fyrir grun um að skipuleggja hryðjuverkaárás á leikvang Ólympíuleikanna.

Handtökuskipun var gefin út þegar lögreglunni bárust upplýsingar að tveir menn hegðuðu sér grunsamlega nærri leikvanginum í Waltham Abbey á mánudagskvöldið.

Mennirnir tveir voru handteknir á heimilum sínum snemma í gærmorgun.

Vinur mannanna, Mizanur Rahman, nafngreindi þá sem Jamal ud-Din og Zakariya.

Rahman sagðist halda að handtakan væri vegna kanóaferðar þeirra á Lea ánni sem rennur í gegnum ólympíusvæðið í austur London.

„Fólk er bara að koma sér í Ólympíuandann, en ég er viss um að yfirvöld slái þess upp sem jihad þjálfun," segir Rahman. Mennirnir tveir eru báðir múslimar.

Leikarnir hefjast eftir tæplega mánuð í London þann 27. júlí.

Margir hafa áhyggjur að leikarnir verði fyrir árásum hryðjuverkasamtaka en bæði M15 og Scotland Yard segja að víðamiklar rannsóknir verði í gangi á meðan leikunum stendur og öryggisgæslan sú mesta sem sést hefur í Bretlandi.

The Telegraph segir frá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×