Erlent

Vita ekki hvað Hitler gerði

Helmingur skólabarna á bilinu 15 til 16 ára í Þýskalandi gera sér ekki grein fyrir því að Hitler var einræðisherra og þriðjungur barna halda að hann hafi verið baráttumaður mannréttinda. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Frjálsa Háskólans í Berlín.

7.400 skólabörn tóku könnunina og 40% voru óviss hvort núverandi ríkisstjórn Þýskalands væri lýðræðisleg.

„Nemendur hafa næstum enga stjórnmálaþekkingu. Þau hafa ekki hugmynd hvað orð eins málfrelsi þýðir né vita út á hvað mannréttindi ganga. Skólarnir verða að gera ráðstafanir," segir Klaus Schroder pófessor háskólans.

Rannsóknin sýnir líka að 40% nemenda geta ekki gert greinamun á milli nasisma , flokks demókrata og flokks repúblikana hvorki fyrir né eftir sameiningu Þýskalands.

 

Huffington Post segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×