Erlent

Einn hefur týnt lífi í eldinum

Eldarnir hafa nú brunnið á 46 ferkílómetra svæði.nordicphotos/afp
Eldarnir hafa nú brunnið á 46 ferkílómetra svæði.nordicphotos/afp
Gróðureldar í Colorado Springs í Coloradofylki í Bandaríkjunum hafa kostað að minnsta kosti eitt mannslíf síðan þeir kviknuðu þann 23. júní. Innan við tíu er saknað vegna eldanna, sem hafa eyðilagt 346 heimili í úthverfum Colorado Springs.

Eldarnir eru þeir skæðustu í sögu Colorado, og hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti lýst yfir neyðarástandi í fylkinu. Herflugvélar og þyrlur hafa hjálpað til við að slökkva eldana ásamt þúsundum slökkviliðsmanna á jörðu niðri.

Íbúum á hættusvæðum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. „Í þessum húsum eru munir sem fólk hefur eignast á löngum tíma og nú er það allt horfið,“ sagði talsmaður eins hverfaráðanna í Colorado Springs. Óvíst er um upptök eldanna.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×