Erlent

A Clockwork Orange nú í söngleikjaformi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Alex í kvikmyndaaðlögun Kubricks á A Clockwork Orange.
Alex í kvikmyndaaðlögun Kubricks á A Clockwork Orange. mynd/Warner Bros.
Söngleikjaútgáfa skáldsögunnar A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess var frumsýnd í Bretlandi í gær. Burgess samdi lögin sjálfur en það gerði hann fyrir rúmlega 26 árum.

Þessi óperuútgáfa skáldsögunnar hefur vakið mikla athygli enda þykir yrkisefni Burgess vart hefðbundið söngleikjaefni.

Í óperunni syngur tenórinn Timothy Langston um „ofur-ofbeldi" og nauðganir í gervi Alex á meðan kórinn bregður sér í gervi klíkumeðlima — allir með kúluhatta á höfði.

Rétt eins og skáldsagan þá eru lög Burgess undir miklum áhrifum frá Beethoven. Þá má einnig finna slettur úr rússnesku í textunum en Burgess hafði tungumálið til hliðsjónar þegar hann skapaði orðaforða sögurpersóna sinna.

Burgess var mikið í mun að koma skáldsögu sinni á svið. Ástæðan fyrir þessu er talin vera kvikmynd Stanley Kubricks sem byggð var á skáldsögunni en Burgess var ekki hrifin af því að meistaraverk sitt væri sífellt tengt við leikstjórann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×