Erlent

Breytingar í Egyptalandi

Naglaa Ali Mahmoud forsetafrú Egyptalands.
Naglaa Ali Mahmoud forsetafrú Egyptalands.
Eiginkona Morsi, forseta Egyptalands, vill ekki láta kalla sig „helsta konan" (e. first lady). Ef hún þarf að bera einhvern titil vill hún heldur vera kölluð „helsti þjónn" (e. first servant) landsins.

Munur á henni og fyrrverandi forsetafrú, eiginkonu Mumbarak sem þótti mjög hrokafull, er dæmigerður fyrir breytingar stjórnarfari landsins.

Hún er íhaldsamur múslimi og kona íslamistans, Mohammed Morsi, nýlega kjörins forseta egyptalands. Hann er fyrsti lýðræðislega kosni forseti landsins.

Morsi og synir hans, ásamt fjölda meðlima Bræðralags múslima, voru fangelsaðir og pyntaðir í stjórnartíð Mubarak fyrir að hafa aðrar stjórnmálaskoðanir.

Nú situr fyrrum forseti landsins, Mumbarak í fangelsi fyrir að myrða hundruð mótmælenda í uppreisninni gegn alræðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×