Erlent

Kate Middleton sefur á götunni

Kate Middleton ætlar ásamt leikkonunni Lisu Maxwell að verja nótt á götum London til að styðja herferðina „Sofa úti". Herferðin er til þess að vekja athygli almennings á stöðu heimilislausra.

Kate bendir á að eiginmaður hennar, Vilhjálmur prins, styður sama málstað með góðgerðarsamtökunum Centerpoint, sem hjálpar heimilislausri æsku.

Lisa og Kate kynntust þegar Vilhjálmur kynnti þær á samkomu Centerpoint í fyrra. Móðir hans heitin, Díana prinsessa, var virkur meðlimur samtakanna og nú hefur Vilhjálmur tekið við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×