Erlent

Heilbrigðislöggjöf Obama stendur

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
mynd/AP
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Demókrata sé í samræmi við stjórnarskrá landsins.

Lagasetningin er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Þá hefur hart verið barist um hvort að þingið hafi farið út fyrir valdasvið sitt þegar það skyldaði fólk til að kaupa sjúkratryggingu.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nú úrskurðað um að kaupskylduákvæðið sé í samræmi við stjórnarskrá landsins.

Heilbrigðislöggjöfin er afar þýðingarmikil fyrir Obama en hann hefur haldið því fram að hún sé eitt helsta afrek hans frá því að hann tók við forsetaembætti fyrir tæpum fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×