Erlent

Fæðingarkirkjan viðurkennd

Kirkjan í Betlehem hefur fengið titilinn "Fæðingarkirkjan".
Kirkjan í Betlehem hefur fengið titilinn "Fæðingarkirkjan".
Mennta-, vísinda- og menningarsamtök Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, gáfu út yfirlýsingu í dag og viðurkenndu Fæðingarkrikjuna í Betlehem. Þetta þýðir að hún verður sett á heimsminjaskrá.  Samtökin segja að kristnir líti á kirkjuna sem fæðingarstað Jesú.

Þetta markar tímamót hjá Palestínu sem hefur nú komist á lista staða sem eru taldir vera menningarlega mikilvægir í heiminum.

Palestína fékk inngöngu í UNESCO í okbóber á síðasta ári . Inngangan var umdeild í Bandaríkjunum sem telur að landið verði að ná friðarsáttmála við Ísrael áður en þeim verði veitt innganga í alþjóðleg samtök.

Yfirlýsingin var gefin út í St. Pétursborg í dag og 13 af 21 landi samtakanna studdu niðurstöðuna. Tvö lönd voru hlutlaus og sex þeirra kusu gegn yfirlýsingunni. Utanríkisráðherra Palestínu, Riyad Malki, þakkaði öllum þeim sem gáfu stuðning sinn.

„Þessu ætti allir meðlimir UNESCO að snúa við, annars verður þetta ekki síðasta orð Palestínu", sagði talsmaður utanríkisráðuneyti Ísrael, Yigal Palmor, í viðtali við CNN. Hann sagði að Ísraelar væru ósammála yfirlýsingunni og að kosningin væri óvanaleg og líklegast áróðurstæki gegn Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×