Erlent

Forsetakosningar í Mexíkó

Andres Manuel Lopez Obrador .
Andres Manuel Lopez Obrador .
Það eru fleiri en Íslendingar sem kjósa sér forseta þessa helgi því forsetakosningar fara nú fram í Mexíkó í dag. Kosningarnar eru haldnar í skugga blóðugs fíkniefnastríðs sem geisar í landinu og bágs efnahagsástands.

Sá sem þykir líklegastur til þess að verða kosinn er Enrique Pena Nieto en hann býður sig fram fyrir flokkinn PRI sem hafði verið við völd í 71 ár þegar hann tapaði svo í kosningum árið 2000.

Helstu andstæðingar hans er hinn vinstri sinnaði Andres Manuel Lopez Obrador og svo Josefina Vazquez Mota sem býður sig fram fyrir PAN flokkinn.

Nærri áttatíu milljónir Mexíkóa eru á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×