Erlent

Obama talinn hæfari að verjast geimverum

Nærri 19% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni halda að Washington sé líklegasti áfangastaður geimvera.
Nærri 19% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni halda að Washington sé líklegasti áfangastaður geimvera.
Samkvæmt nýrri rannsókn er Bandaríkjaforseti, Barack Obama, talinn líklegri til að verjast innrás geimvera heldur en keppinautur hans, Mitt Romney.

Rannsóknin var gerð af sjónvarpsstöðinni National Geographic og sýnir að tveir þriðju ameríkana eru þeirrar skoðunnar.

Meiri hluti kvenna halda líka að Obama sé hæfari til að halda þeim öruggum eða 68%.

Niðurstöður kannarinnar eru ólíkar sambærilegri rannsókn sem var gerð í Bretlandi þar sem einn af hverjum tíu halda að David Cameron sé í raun geimvera sjálfur.

Könnunin sýnir einnig að einn þriðji ameríkana trúir því að fljúgandi furðuhlutir séu raunverulegir og nærri 19% trúa því að Washington DC sé líklegasti áfangastaður þeirra.

Tæplega 80% prósent þjóðarinna telja að yfirvöld haldi upplýsingum um fljúgandi furðuhluti leyndum fyrir almenningi.

Nærri helmingur allra þeirra sem tóku þátt í könnuninni myndu bjóða yfirmanninn sinn fram til tilrauna fyrir geimverur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×