Erlent

Kínversku geimfararnir komnir heim

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Liu Wang, fyrsta kínverska konan til að ferðast út í geiminn.
Liu Wang, fyrsta kínverska konan til að ferðast út í geiminn. mynd/AP
Þrír kínverskir geimfarar lentu heilu og höldnu í Mongólíu í nótt eftir að hafa dvalið í 13 daga í geimnum.

Verkefnið markar þáttaskil í geimferðaráætlun Kínverja en yfirvöld þar í landi vonast til að reisa geimstöð á sporbraut um Jörðu fyrir árið 2020.

Geimfararnir lögðu að Tiangong-1 rannsóknarstöðinni fyrr í þessari viku. Um afar hættulega æfingu var að ræða en ákveðið var að notast ekki við sjálfsvirkan búnað líkt og venja er. Þess í stað var handstýring ferjunnar notuð.

Geimfararnir þrír dvöldu síðan í rannsóknarstöðinni í nokkra daga áður en haldið var heim.

Verkefnið gekk áfallalaust samkvæmt stjórnanda kínversku geimferðarstofnunarinnar.

Þessi ótrúlega för er þó ekki aðeins merkileg fyrir að vera stórt skref í könnun alheimsins, því í áhöfninni var fyrsta kínverska konan til að ferðast út í geim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×