Erlent

Fornleifafræðingar fundu elsta leirpott sögunnar

Fornleifafræðingar hafa fundið það sem talið er vera brot úr elsta leirpotti í sögunni í helli í suðurhluta Kína. Leirpottur þessi er talinn vera um 20.000 ára gamall eða um 10.000 árum eldri en áður var talið að slíkir pottar voru fyrst búnir til.

Í umfjöllun um málið í BBC segir að pottur þessi hafi annað hvort verið notaður til að elda mat eða brugga áfengi.

Það sem er athylgisvert við þennan fund er að potturinn er búinn til áður en mannkynið fór að stunda landbúnað en hingað til hefur verið talið að pottagerð hafi ekki hafist hjá mannkyninu fyrr en landbúnaður kom til sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×