Góð reynsla af að líta ekki á fíkniefnaneyslu sem afbrot BBI skrifar 28. júní 2012 20:25 Getty Images Reynsla Portúgala af því að hætta að líta á fíkniefnaneyslu sem afbrot er góð og hefur engar skaðlegar hliðar í för með sér. Fyrir tveimur dögum birtu Sameinuðu Þjóðirnar skýrslu um að fíkniefnastríðið væri tapað og hefði meiri skaðlegar afleiðingar en góðar. Reynsla Portúgala gæti verið vatn á myllu þessa málstaðar. Árið 2001 ákváðu stjórnvöld í Portúgal að hætta að líta á neyslu fíkniefna sem afbrot, heróín og kókaín þar með talin. Í umfjöllun The Economist er fjallað um hvernig erlendir fréttamiðlar básúnuðu stanslausar bölsýnisspár í kjölfarið. Svo leið tíminn og þetta róttæka skref Portúgala gleymdist. Þar til ný rannsókn birtist á þessu ári, gerð af lögmanninum Glenn Greenwald. Greenwald kemst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að hætta að líta á eiturlyfjaneyslu sem afbrot hafi ekki aukið notkun þeirra að neinu marki og nú sé fíkniefnaneysla með því lægsta sem gerist í gervöllu Evrópusambandinu í Portúgal. Reynslan sýnir að alnæmissmit hafa minnkað mjög eftir að skrefið var tekið og sömuleiðis hefur stefnan ekki laðað fíkniefnaneytendur erlendis frá til landsins, eins og upphaflega var talið myndi gerast. Sú leið sem Portúgalir völdu felur ekki í sér að fíkniefnaneysla sé lögleg. Fólk sem er gripið með eiturlyf er enn stöðvað af lögreglunni og eiturlyfin gerð upptæk. Fólk á hins vegar ekki yfir höfði sér málsókn vegna þessa. Þetta er talið hvetja eiturlyfjafíkla til að leita sér hjálpar í stað þess að sama fólk haldi sig í myrkustu afkimum samfélagsins og forðist að láta sjá sig. Greenwald birti merkilegar tölur í rannsókn sinni. Fíkniefnafíklar sem leita sér meðferðar voru 24.000 árið 2008. Þeir voru aðeins 6.000 árið 1999 þegar fíkniefnaneysla var enn talin afbrot. Frá árinu 2000 hefur neysla á öllum fíkniefnum dregist saman nema á heróíni, en þar jókst hlutfallið um 0,1%. Tengdar fréttir Fíkniefnastríðið er ekki tapað Stríðið við fíkniefni eins og við þekkjum það er ekki tapað. Við ætlum ekki að breyta okkar afstöðu eða aðferðum í bili. Þetta segir Héðinn Svarfdal Björnsson, fyrir hönd embætti Landslæknis. 27. júní 2012 20:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Reynsla Portúgala af því að hætta að líta á fíkniefnaneyslu sem afbrot er góð og hefur engar skaðlegar hliðar í för með sér. Fyrir tveimur dögum birtu Sameinuðu Þjóðirnar skýrslu um að fíkniefnastríðið væri tapað og hefði meiri skaðlegar afleiðingar en góðar. Reynsla Portúgala gæti verið vatn á myllu þessa málstaðar. Árið 2001 ákváðu stjórnvöld í Portúgal að hætta að líta á neyslu fíkniefna sem afbrot, heróín og kókaín þar með talin. Í umfjöllun The Economist er fjallað um hvernig erlendir fréttamiðlar básúnuðu stanslausar bölsýnisspár í kjölfarið. Svo leið tíminn og þetta róttæka skref Portúgala gleymdist. Þar til ný rannsókn birtist á þessu ári, gerð af lögmanninum Glenn Greenwald. Greenwald kemst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að hætta að líta á eiturlyfjaneyslu sem afbrot hafi ekki aukið notkun þeirra að neinu marki og nú sé fíkniefnaneysla með því lægsta sem gerist í gervöllu Evrópusambandinu í Portúgal. Reynslan sýnir að alnæmissmit hafa minnkað mjög eftir að skrefið var tekið og sömuleiðis hefur stefnan ekki laðað fíkniefnaneytendur erlendis frá til landsins, eins og upphaflega var talið myndi gerast. Sú leið sem Portúgalir völdu felur ekki í sér að fíkniefnaneysla sé lögleg. Fólk sem er gripið með eiturlyf er enn stöðvað af lögreglunni og eiturlyfin gerð upptæk. Fólk á hins vegar ekki yfir höfði sér málsókn vegna þessa. Þetta er talið hvetja eiturlyfjafíkla til að leita sér hjálpar í stað þess að sama fólk haldi sig í myrkustu afkimum samfélagsins og forðist að láta sjá sig. Greenwald birti merkilegar tölur í rannsókn sinni. Fíkniefnafíklar sem leita sér meðferðar voru 24.000 árið 2008. Þeir voru aðeins 6.000 árið 1999 þegar fíkniefnaneysla var enn talin afbrot. Frá árinu 2000 hefur neysla á öllum fíkniefnum dregist saman nema á heróíni, en þar jókst hlutfallið um 0,1%.
Tengdar fréttir Fíkniefnastríðið er ekki tapað Stríðið við fíkniefni eins og við þekkjum það er ekki tapað. Við ætlum ekki að breyta okkar afstöðu eða aðferðum í bili. Þetta segir Héðinn Svarfdal Björnsson, fyrir hönd embætti Landslæknis. 27. júní 2012 20:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fíkniefnastríðið er ekki tapað Stríðið við fíkniefni eins og við þekkjum það er ekki tapað. Við ætlum ekki að breyta okkar afstöðu eða aðferðum í bili. Þetta segir Héðinn Svarfdal Björnsson, fyrir hönd embætti Landslæknis. 27. júní 2012 20:49