Erlent

Flóttamenn í felum fái hjálp

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Flokkarnir í sænsku ríkisstjórninni hafa komist að samkomulagi um að flóttamenn sem eru í felum fái niðurgreidda læknishjálp eins og þá sem hælisleitendur hafa rétt á. Þetta tilkynnti félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Göran Hägglund, í gær.

Tillagan verður send viðkomandi stofnunum til umsagnar en markmið stjórnvalda er að umbæturnar taki gildi 1. júlí 2013. Sænsk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki veitt flóttamönnum í felum rétt til læknishjálpar.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×