Erlent

Konur oftast þolendurnir

Þolendur kynferðisbrota presta um allan heim eru í 95 prósentum tilvika konur. Þetta kemur fram í bókinni When Priests and Pastors Prey sem Heimsráð kirkjunnar og kristileg alþjóðasamtök stúdenta gefa út.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Baylor-háskólann í Texas hafa þrjú prósent allra kvenna sem sækja kirkju í Bandaríkjunum orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu presta sinna, samkvæmt frétt Kristilega dagblaðsins í Danmörku. Með útgáfu bókarinnar er vonast til að þögnin verði rofin þannig að kirkjuyfirvöld fari að taka á vandanum.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×