Erlent

Átök milli lögreglu og mótmælenda

Yfir hundrað mótmælendur reyndu að hindra útburðinn
Yfir hundrað mótmælendur reyndu að hindra útburðinn
Mótmæli útburðs ungrar fjölskyldu á Spáni leiddu til uppþots og átaka við lögregluna á dögunum.

Jorge Cordero, kona hans Patricia og fimm mánaða gömul dóttir þeirra Amanda frá Ekvador voru borin út úr íbúð sinni á norður spáni þegar þau náðu ekki að borga af íbúðarláni.

Hópur sautján mótmælenda læstu sig inn í íbúð hjónanna og heltu vatni fram af svölunum . Á meðan höfðu yfir hundrað mótmælendur safnast saman fyrir utan heimili þeirra til að reyna að hindra útburðinn.

Lögreglan mætti á staðinn og átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu.

Nokkrir slösuðust og um tuttugu voru handteknir.

Hópur mótmælenda innhélt meðlimi "Stop Deshaucios" hreyfingarinnar eða „stöðvum útburð". Hreyfingin hefur stækkað ört með auknum fjárhagsþrengslum spánverja.

Yfir milljón spánverjar standa frammi fyrir lamandi íbúðarlánaskuldum þar sem nærri fjórðungur þjóðarinnar er atvinnulaus.

Sky news segir frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×