Erlent

Risagígur á Grænlandi

Þessi gígur er Öskju á Íslandi og tengist fréttinni ekki neitt.
Þessi gígur er Öskju á Íslandi og tengist fréttinni ekki neitt.
Gígur, sem er 600 km í þvermál og stærri en Danmörk, myndaðist á Grænlandi þegar loftsteinn, sem var þrír kílómetrar í þvermál, hrapaði þar fyrir þremur milljörðum ára.

Þetta er niðurstaða rannsóknar danskra vísindamanna, að því er greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins. Gígurinn er sagður sá stærsti í heimi.

Loftsteinninn lenti á jörðunni með 20.000 km hraða á sekúndu. Talið er að flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið kunni að hafa verið talsvert yfir 100 m að hæð, farið hringinn í kringum hnöttinn og mætt sjálfri sér.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×