Fleiri fréttir

Geislavirk efni grafin í jörðu

Stjórnvöld í Danmörku hyggjast urða fimm þúsund rúmmetra af geislavirkum úrgangi í landinu fyrir árið 2018.

Skjöl bin Ladens birt á veraldarvefnum

Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa birt skjöl sem sérsveitarmenn lögðu hald á þegar hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden var ráðinn af dögum í Pakistan á síðasta ári.

Stúdentar drepnir í Sýrlandi

Að minnsta kosti fjórir létust í áhlaupi öryggissveita á mótmælendur í sýrlensku borginni Aleppo í nótt.

Sarkozy sakar Hollande um lygar

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaði mótframbjóðanda sinn Francois Hollande ítrekað um lygar í sjónvarpskappræðum í gær. Kosningabaráttu tvímenninganna fer nú senn að ljúka þar sem Frakkar ganga að kjörborðinu á sunnudag.

Endurheimtu sjón eftir tímamóta skurðaðgerð

Tveir breskir karlmenn hafa endurheimt hluta af sjón sinni eftir að þeir gengust undir byltingarkennda skurðaðgerð fyrir nokkrum vikum. Mennirnir, sem báðir voru alblindir, geta nú greint ljós og einföld form.

Chen fær ekki að hitta Clinton

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur ekki fengið að hitta Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún fundaði með ráðamönnum í Kína í nótt.

Romney fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá Gingrich

Það vakti athygli að Newt Gingrich gaf ekki út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann styddi Mitt Romney sem forsetaefni Repúblikanaflokksins þegar Gingrich tilkynnti formlega í gærkvöldi að hann væri hættur við að sækjast eftir útnefningu flokksins.

ESA stefnir á tungl Júpíters

Geimferðastofnun Evrópu (ESA) mun standa fyrir einu metnaðarfyllsta geimverkefni síðustu ára. Stofnunin mun skjóta könnunarflaug á loft árið 2022 en henni er ætlað rannsaka tungl Júpíters.

Svona á að viðhalda ástarneistanum

Heilræði aldraðra hjóna í Bandaríkjunum til sonarsonar síns hafa vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Í myndbandinu útlista hjónin hvernig eigi að viðhalda ástinni í löngum hjónaböndum.

Njósnaskip úr Tomorrow Never Dies á uppboði

Bandaríski sjóherinn stendur nú fyrir uppboði á sögufræga njósnaskipinu Sea Shadow. Ásamt því að hafa sinnt upplýsingaöflun fyrir hernaðaryfirvöld síðustu ár var skipið einnig innblástur Bond kvikmyndarinnar Tomorror Never Dies.

Mótmælendur myrtir í Kaíró

Að minnsta kosti 11 létust þegar óþekktir vígamenn réðust gegn mótmælendum í Kaíró í dag. Mótmælendurnir voru samankomnir fyrir utan varnarmálaráðuneyti Egyptalands þegar atvikið átti sér stað.

Chen yfirgefur sendiráðið í Peking

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur yfirgefið bandaríska sendiráðið í Peking. Hann hefur haldið þar til síðan hann slapp úr fangelsi í síðustu viku.

Ákvörðun Le Pen mikið áfall fyrir Sarkozy

Sú ákvörðun Marine Le Pen leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi að lýsa því yfir að hún myndi skila auðu í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi er talin mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

Ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt fyrirtæki

Rupert Murdoch er ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt stórfyrirtæki. Þetta er niðurstaða menningarmálanefndar breska þingsins sem rannsakað hefur umdeilt hlerunarmál News of the World.

Setja eiðstafinn ekki fyrir sig

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, segir að hún og stuðningsmenn hennar ætli að mæta til þings á miðvikudag og sverja embættiseið, þrátt fyrir að þau séu ósátt við orðalag eiðstafsins.

Mótorhjóli frá Japan skolaði upp á strönd í Kanada

Mótorhjóli af tegundinni Harley-Davidsson sem flóðbylgjan í Japan á síðasta ári hreif með sér, skolaði nýverið upp á strönd í Kanada. Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra.

Eitt ár frá því Bin Laden var drepinn

Eitt ár er síðan Osama Bin Laden var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan. Mörgum kom á óvart að Bin Laden hefði alls ekki verið í felum í helli, heldur búið í veglegu stórhýsi ásamt fjölskyldu sinni. Bandaríkjamenn óskuðu því eftir svörum um hvort yfirvöld í Pakistan hefðu haldið hlífiskildi yfir Bin Laden. CBS fréttastofan greinir frá því í dag að enn hafi engin svör borist, og að þessi skortur á svörum hafi í raun eitrað samskipti milli yfirvalda landanna tveggja.

Grunsamleg taska í ruslafötu

Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Danmerkur, átti að flytja ræðu í Flakhaven í Óðinsvéum í morgun í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. Stuttu áður en forsætisráðherran kom á staðinn fékk lögregla tilkynningu um að maður hefði sést setja grunsamlega tösku í ruslatunnu skammt frá höfninni og flýja af vettvangi á skellinöðru. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja ræðuhöldin á annan stað, nánar tiltekið á Eventyrhaven, á meðan lögreglan rannsakar töskuna.

1. maí haldinn hátíðlegur um allan heim

Fyrsti maí er haldinn hátíðlegur um allan heim og hafa mótmælafundir og kröfugöngu nú þegar farið fram í Asíu en í Hong Kong kröfðust um 5 þúsund verkamenn hærri lágmarkslauna.

Fylgi nýnasista vex hratt

Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing.

Stefnt að hæli í Bandaríkjunum

Bandarískir og kínverskir embættismenn vinna nú að samkomulagi um að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng fái hæli í Bandaríkjunum. Búist er við niðurstöðu innan skamms, að minnsta kosti áður en Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Kína síðar í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir