Erlent

Njósnaskip úr Tomorrow Never Dies á uppboði

Bandaríski sjóherinn stendur nú fyrir uppboði á sögufræga njósnaskipinu Sea Shadow. Ásamt því að hafa sinnt upplýsingaöflun fyrir hernaðaryfirvöld síðustu ár var skipið einnig innblástur Bond kvikmyndarinnar Tomorror Never Dies.

Vongóðir kaupendur koma þó ekki til að geta stundað njósnir með skipinu enda verður Sjávarskugginn aðeins seldur í brotajárn.

Uppboðinu líkur á föstudaginn næstkomandi. Hæsta boð er nú rúmlega 100 þúsund dollarar eða um 12.5 milljónir króna. Skipið var sjósett árið 1983 og kostaði um 195 milljónir dollara.

Það var alþjóðlegi vopnaframleiðandinn Lockheed Martin sem sá um smíði Sjávarskuggans. Skipið notaðist við njósnatækni úr F-117 Nighthawk orrustuþotunum.

Áhugasamir geta séð myndband af Sjávarskugganum hér fyrir ofan. Þeir sem vilja bjóða í skipið geta gert það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×