Erlent

Mótmælendur myrtir í Kaíró

Að minnsta kosti 11 létust í árásinni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Að minnsta kosti 11 létust í árásinni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/AFP
Að minnsta kosti 11 létust þegar óþekktir vígamenn réðust gegn mótmælendum í Kaíró í dag. Mótmælendurnir voru samankomnir fyrir utan varnarmálaráðuneyti Egyptalands þegar atvikið átti sér stað.

Samkvæmt fréttamiðlum í Egyptalandi voru vígamennirnir vopnaðir haglabyssum og eldsprengjum. Mótmælendur köstuðu steinum að árásarmönnunum.

Átökin stóðu yfir í um sex klukkustundir áður en öryggissveitir komu á staðinn og yfirbugðu vígamennina.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast svo seint við.

Þannig hafa þeir Abdul Moneim Aboul Fotouh og Mohammed Mursi gert hlé á kosningabaráttu sinni en þeir sækjast báðir eftir forsetastóli Egyptalands.

Þá hefur meirihluti þingmanna í Egyptalandi afboðað komu sína á fund með herforingjastjórn landsins seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×