Erlent

Skjöl bin Ladens birt á veraldarvefnum

Barack Obama, Hillari Clinton fylgjast með áhlaupi sérsveitarmanna á felustað Bin Ladens.
Barack Obama, Hillari Clinton fylgjast með áhlaupi sérsveitarmanna á felustað Bin Ladens. mynd/AP
Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa birt skjöl sem sérsveitarmenn lögðu hald á þegar hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden var ráðinn af dögum í Pakistan á síðasta ári.

Skjölin voru birt á vefsvæði West Point háskólans en hann er rekinn af bandaríska hernum. Um 6.000 skjöl fundust í áhlaupinu og hafa nú 17 skjöl verið birt á veraldarvefnum.

Skjöl eru sögð varpa ljósi á starfsemi al-Qaeda. Þá koma einnig fram áhyggjur Bin Ladens um að samtökin eigi eftir að þurrkast út ef mannfall í þeirra röðum heldur áfram.

Hægt er að nálgast skjölin hér.

Á þriðjudaginn síðastliðinn var ár liðið frá því að Osama Bin Laden var ráðinn af dögum í bænum Abbottabad í Pakistan.

Lengi var talið að Bin Laden héldi til í hellli. Það kom því mörgum á óvart þegar í ljós kom að Bin Laden bjó í stórhýsi í Pakistan ásamt fjölskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×