Erlent

Barnsmorðinginn í Arizona var nýnasisti

J.T. Ready
J.T. Ready mynd/AP
Maðurinn sem skaut fjóra fjölskyldumeðlimi sína til bana í Arizona í gær var þekktur nýnasisti. Árásin átti sér stað á heimili mannsins.

Á meðal þeirra sem létust var 15 mánaða gamalt stúlkubarn.

Maðurinn svipti sig lífi áður en lögreglan kom á staðinn. Hann hét J.T. Ready og var 39 ára gamall.

Ready var fyrrverandi hermaður og aðili Minute Men samtakanna en þau sinna landamæravörslu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Hann hafði oft lýst yfir andúð sinni á innflytjendum. Þá sóttist hann eftir því að verða lögreglustjóri í bænum sem hann bjó í.

Ekki er vitað af hverju Ready réðst á fjölskyldu sína. Grunur leikur á að heimiliserjur hafi verið hvatinn að árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×