Erlent

Obama í óvæntri heimsókn í Afganistan

Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Kabul í Afganistan í gærkvöldi.

Þar ávarpaði hann bandarísku þjóðina í beinni útsendingu og lofaði þeim hermönnum sem eru til staðar í Afganistan að verkefni þeirra yrði klárað.

Í heimsókninni skrifuðu þeir Obama og Hamid Karzai forseti Afganistan undir samkomulag um frekari samvinnu þjóðanna og um hernaðarstuðning Bandaríkjanna við Afganistan eftir að bandarískir hermenn verða farnir frá landinu árið 2014 eins og til stendur. Það samkomulag á að gilda næsta áratuginn á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×