Erlent

Geislavirk efni grafin í jörðu

Stjórnvöld í Danmörku hyggjast urða fimm þúsund rúmmetra af geislavirkum úrgangi í landinu fyrir árið 2018.

Svæði í fimm sveitarfélögum koma til greina fyrir urðunina, en bæjarstjórar þeirra allra eru mjög ósáttir við fyrirætlan stjórnvalda. Þeir hafa fundað með heilbrigðisráðherra vegna málsins, en það hefur ekki breytt ákvörðun stjórnvalda.

Meðal úrgangsins eru efni sem hafa komist í tæri við mikla geislun. Verið er að reyna að minnka umfang hans. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×