Erlent

Yfirtökum Wall Street mótmælti víða í Bandaríkjunum

Mómælahreyfingin Yfirtökum Wall Street efndi til útifunda í mörgum stórborgum Bandaríkjanna í gærdag þar á meðal New York og Washington.

Lítið hefur heyrst til hreyfingarinnar síðan að lögreglan leysti upp búðir hennar í stórum garði í New York skömmu fyrir síðustu áramót. Hinsvegar tóku tugir þúsunda þátt í fundunum og kröfugöngum þeim samhliða í gærdag.

Mótmæli fóru að mestu friðsamlega fram en hreyfingin mótmælir þeim forréttindum og fjármálaskukki sem viðgengst hjá stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×