Erlent

1. maí haldinn hátíðlegur um allan heim

Mótmælaganga í Rússlandi í morgun.
Mótmælaganga í Rússlandi í morgun. mynd/afp
Fyrsti maí er haldinn hátíðlegur um allan heim og hafa mótmælafundir og kröfugöngu nú þegar farið fram í Asíu en í Hong Kong kröfðust um 5 þúsund verkamenn hærri lágmarkslauna.

Í Evrópu verður óvinsælum niðurskurðaráformum stjórnvalda mótmælt þar á meðal á Grikklandi, Spáni og í Portúgal.

Í París mun Marine Le Pen fyrrum forsetaframbjóðandi tilkynna hvern hún mun styðja í seinni umferð forsetakosninganna sem fara fram á sunnudaginn en valið stendur á milli Nicolas Sarkozy sitjandi Frakklandsforseta og Francois Hollande frambjóðanda Sósíalistaflokksins.

Þá hefur Occupy hreyfingin hvatt til mótmæla um allan heim í dag og mun hún sjálf standa fyrir mótmælum í fjármálahverfi New York á háannatíma síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×