Erlent

Ákvörðun Le Pen mikið áfall fyrir Sarkozy

Sú ákvörðun Marine Le Pen leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi að lýsa því yfir að hún myndi skila auðu í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi er talin mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta.

Hann hafði reitt sig á að Le Pen myndi hvetja til stuðnings við sig. Í frétt um málið á BBC segir að möguleikar Sarkozy til að ná endurkjöri hafi minnkað verulega eftir yfirlýsingu Le Pen.

Skoðanakannanir sýna að Francois Hollande frambjóðandi sósíalista er með öruggt forskot á Sarkozy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×