Erlent

Ferðamenn stálu mörgæs úr dýragarði

Tveir ferðalangar frá Wales í Bretlandi hafa verið sektaðir um 650 pund eftir að þeir stálu mörgæs úr ástrálskum dýragarði.

Mennirnir, sem eru tvítugir, játaðu fyrir dómara í Brisbane í Ástralíu í morgun að hafa stolið mörgæsinni, Dirk, þann 14. apríl síðastliðinn. Samkvæmt áströlskum fjölmiðlum voru tvímenningarnir búnir að vera í teiti í heimahúsi fyrr um kvöldið. Þegar því var lokið hittu þeir átján ára ástralskan strák og fyrir dómara í morgun kom í ljós að þeir höfðu drukkið einn og hálfan lítra af vodka, frá þeir yfirgáfu gleðskapinn og brutust inn í dýragarðinn.

Auk þess að stela mörgæsinni, sprautuðu mennirnir úr slökkvitæki við búr hákarla og syntu með höfrungum. Allt þetta var tekið upp á farsíma piltanna. Verjendur þeirra sögðu fyrir dómara að þeir hefðu ekki ætlað að valda neinum skaða, þetta hefði einungis verið eitthvað „fyllerísrugl" - því til stuðnings nefndu þeir að piltarnir hefðu sett mörgæsina í sturtu í dýragarðinum og gefið henni að borða.

Mál þeirra heldur áfram fyrir dómstólum í lok júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×