Fleiri fréttir

Rússar mótmæla í frosthörkum

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag en þess er krafist að Vladimír Pútín dragi forsetaframboð sitt til baka. Skipuleggjendur mótmælanna segja að 120.000 manns hafi verið á mótmælunum.

Manning mun fara fyrir herdómstól

Bandaríski herinn hefur staðfest að Bradley Manning, greiningasérfræðingnum sem gefið að sök að hafa lekið þúsundum skjala sem innihéldu mikilvægar öryggisupplýsingar til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, verði sóttur til saka fyrir herdómstólum, að því er kemur fram á fréttavef BBC.

Finnar kjósa um helgina

Forsetakosningar fara fram í Finnlandi um helgina. Frambjóðendurnir tveir, þeir Pekka Haavisto og Sauli Niinistö, eru báðir evrópusinnar og telja björgun evrunnar vera forgangsatriði.

Felldu niður mál gegn Armstrong

Saksóknarar ákváðu í dag að fella niður mál á hendur Lance Armstrong, einum þekktasta hjólreiðamanni í heimi. Rannsókn hefur staðið yfir í næstum tvö ár vegna gruns um að Armstrong hafi notað lyf til að bæta árangur sinn í hjólreiðum. Armstrong hefur sjö sinnum unnið Tour de France hjólreiðakeppnina og ljóst má þykja að sakfelling í málinu hefði gert út um arfleið hans sem hjólreiðamanns. Sjálfur neitaði Armstrong alltaf ásökunum um að hafa tekið ólögleg lyf. Saksóknarar hafa ekki útskýrt á hvaða forsendu sú ákvörðun var tekin að fella málið niður.

Of hraður akstur varð ráðherra að falli

Chris Huhne, orkumálaráðherra í Bretlandi, ætlar að láta af embætti vegna ásakana um að hann hafi truflað framgang réttvísinnar. Huhne og eiginkona hans voru stöðvuð fyrir of hraðan akstur árið 2003. Hann er talinn hafa ekið bílnum en fullyrt eftir að þau voru stöðvuð að það hafi verið eiginkona hans sem hafi verið á bakvið stýri. Huhne segist vera saklaus af ásökununum en hann ætli að láta af embætti til að skapa ró um það. Ed Davey viðskiptaráðherra tekur ráðherraembættið yfir en Nick Clegg aðstoðarforsætisráðherra Bretlands segist vonast til þess að Huhne eigi afturkvæmt í ríkisstjórnina.

Fæddi sjö kílóa barn

Ljósmæðrum og læknum í litlum bæ í norður Kazakstan brá heldur í brún þegar að risavaxið barn kom í heiminn í morgun. Barnið vó hvorki meira né minna en sjö kíló en ný fædd börn eru yfirleitt í kringum þrjú og þrjú og hálft kíló.

Trump lýsir yfir stuðningi við Romney

Hinn litríki viðskiptamaður Donald Trump hefur lýst yfir stuðningi sínum við Mitt Romney í baráttunni um hver verði valinn sem forsetaefni Repúblikanaflokksins í haust.

Tveir skotnir til bana í Egyptalandi

Tveir voru skotnir til bana og fleiri hundruð hafa særst í miklum mótmælum sem haldin voru víða í Egyptalandi í gærkvöldi og nótt.

Fundu stór krabbadýr á 7 kílómetra dýpi

Vísindamenn hafa fundið stór krabbadýr á 7 kílómetra dýpi undan ströndum Nýja Sjáland. Krabbar þessir eru kallaðir ofurrisar því þeir eru tífalt stærri en þeir krabbar af sömu tegund sem fundist hafa áður í heiminum.

Lögreglu og her kennt um

Margir Egyptar, jafnt þingmenn sem almenningur, kenna bæði hernum og lögreglunni um það hvernig fór á fótboltavelli í Port Said á fimmtudagskvöld, þegar 74 manns létu lífið í troðningum og uppþoti.

Á annað hundrað látnir í frosti

Vetrarhörkurnar í Evrópu síðustu daga hafa kostað hátt á annað hundrað manns lífið. Síðast í gær létust að minnsta kosti tuttugu manns í Úkraínu, níu í Póllandi, átta í Rúmeníu, einn í Serbíu og einn í Tékklandi.

Snjallsími úr bambusreyr væntanlegur

Hugmyndaríkur námsmaður í Bretlandi hefur hannað snjallsíma úr bambusreyr. Nokkrir snjallsímaframleiðendur reyna nú að tryggja sér einkarétt á uppfinningunni.

Fundu einstaka eftirlíkingu af Monu Lisu

Fundist hefur einstök eftirlíking af hinu þekkta málverki Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci en þessi eftirlíking hefur hangið til sýnis á listasafninu Prado í Madríd á Spáni árum saman án þess að listfræðingar gerðu sér grein fyrir mikilvægi hennar.

Fótboltabullur í hópslagsmálum á Strikinu

Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út á Strikið í gærkvöldi þar sem blóðug hópslagsmál höfðu brotist út milli áhangenda fótboltaliðanna Bröndby og FCK.

Geymdu smyglað áfengi í líkkistum

Sænska lögreglan hefur ákært 86 manns í stóru smyglmáli sem komið er upp í Svíþjóð. Um var að ræða smygl á sterku áfengi til landsins.

Síberíukuldinn breiðist út um Evrópu

Síberíukuldinn sem hrjáð hefur íbúa í mið- og austurhluta Evrópu undanfarna daga hefur breiðst út víðar um álfuna. Nær kuldinn nú allt suður til Ítalíu og austur til Tyrklands.

Hittir skotmark sitt á 2 km færi

Bandaríski vopnaframleiðandinn Sandia hefur hannað fjarstýrða byssukúlu sem getur hæft skotmörk í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. Kúlan er hönnuð fyrir bandaríska herinn. Byssukúlan lítur út eins og 10 sentimetra langt flugskeyti. Hún fær kraft sinn úr hefðbundinni púðurhleðslu eins og aðrar byssukúlur, samkvæmt frétt BBC.Kúlunni er stýrt í mark sem lýst hefur verið upp með þar til gerðum leysigeisla. Sérfræðingar vara við hættu sem þessi nýjung gæti valdið í höndum óprúttinna einstaklinga þar sem hún gæti auðveldað skotárás af löngu færi.

Flóttafólk undirbýr heimferð til Búrma

„Það er mjög auðvelt að undirrita friðarsamning. Þú getur gert það á fáeinum mínútum. En framkvæmdin er annað mál,“ segir Simon Htoo, prestur karenaþjóðflokksins að lokinni messu í fimmtíu þúsund manna flóttabúðum í Taílandi, rétt handan landamæra Búrma.

Árás beint gegn lögreglunni

Sprengjutilræðið við lögreglustöð í Malmö í gær var að öllum líkindum hefndaraðgerð glæpagengis. Undanfarin ár hafa nokkrar skotárásir og sprengjuárásir verið gerðar á lögreglustöðvar í Malmö.

Minntust forfeðra sinna með bálför

Skoskir afkomendur víkinga minntust forfeðra sinna í bænum Lerwick í gær. Hátíðarhöldin náðu hámarki þegar eldur var borinn að tignarlegri galeiðu.

73 látnir eftir óeirðir á fótboltaleik

73 létust þegar átök brutust út meðal aðdáenda á fótboltaleik í Egyptalandi í dag. Rúmlega 150 slösuðust og er talið að tala látinna eigi eftir að hækka.

Mikið fannfergi í Japan

Yfir 50 manns hafa farist í miklum blindbyl sem herjað hefur á íbúa í norðvesturhluta Japan. Á sumum stöðum er snjókoman á við yfir þriggja metra jafnfallinn snjó.

Sjá næstu 50 fréttir