Erlent

Enn er hundrað saknað úr ferjuslysi við Papua Nýju Gíneu

Enn er um hundrað manns saknað úr ferjuslysinu við Papua Nýju Gíneu. Óttast er að þetta fólk hafi lokast inni í ferjunni þegar hún sökk í gær á siglingu sinni milli bæjanna Kimbe og Lae.

Um 350 manns voru um borð og hefur 238 þeirra verið bjargað á lífi hingað til. Talið er að slæmt veður hafi valdið slysinu en ferjan mun hafa sokkið á mjög skömmum tíma að sögn þeirra sem komust lífs af.

Megnið af fólkinu um borð voru stúdentar á leið í skóla að loknu fríi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×