Erlent

Konur líklegri til að taka snjallsímann með inn á baðherbergi

Þá eru BlackBerry-notendur líklegri en aðrir til að beinlínis svara í símann þegar þeir eru á klósettinu.
Þá eru BlackBerry-notendur líklegri en aðrir til að beinlínis svara í símann þegar þeir eru á klósettinu. mynd/AFP
Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum nota snjallsíma þegar þeir eru á klósettinu. Þá eru konur líklegri til að dunda sér í símanum en karlar þegar náttúran kallar.

Þetta sýnir könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins 11mark.

Niðurstöðurnar sýna að kynjamunur er vart til staðar þegar kemur að baðherbergisferðum og snjallsímanotkun. Tæplega 74% karla viðurkenndu að hafa tekið snjallsímann með inn á baðherbergið. Þá eru rúm 76% kvenna sem hafa leikið sér í símanum inn á baðherbergi.

Android notendur eru síðan líklegri en aðrir til að dunda sér í snjallsímanum á meðan náttúrunnar kalli er sinnt - eða um 84%. Til samanburðar eru aðeins 77% iPhone notenda sem taka nota snjallsímann á baðherberginu.

Þá eru BlackBerry-notendur líklegri en aðrir til að beinlínis svara í símann þegar þeir eru á klósettinu. Tæplega 75% þeirra segjast gera það öðru hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×