Erlent

Mikið fannfergi í Japan

Yfir 50 manns hafa farist í miklum blindbyl sem herjað hefur á íbúa í norðvesturhluta Japan. Á sumum stöðum er snjókoman á við yfir þriggja metra jafnfallinn snjó.

Í japönskum fjölmiðlum segir að fyrir utan mannfallið hafa þessar vetrarhörkur skapað mikil vandræði. Brýr hafa hrunið, skólar eru lokaðir og allar opinberar samgöngur liggja niðri. Samkvæmt veðurspám mun snjókoman og frostið færast í aukana á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×