Erlent

Steve Jobs hlustaði frekar á vínylplötur en iPod

„Jobs var oft á tíðum undrandi yfir því að fólk kysi þægindi og ódýrt verð fram yfir gæði."
„Jobs var oft á tíðum undrandi yfir því að fólk kysi þægindi og ódýrt verð fram yfir gæði." mynd/AP
Steve Jobs var svo mikill tónlistaraðdáandi að hann hlustaði frekar á vínylplötur heldur en iPod spilarann sinn. Þetta sagði söngvarinn Neil Young á ráðstefnu fyrr í vikunni.

„Steve var frumkvöðull á sviði stafrænnar tónlistar," sagði Young á D: Dive Into Media ráðstefnunni í vikunni. „En heima fyrir hlustaði hann á vínylplöturnar sínar."

Síðustu ár höfðu þeir Young og Jobs unnið að því að þróa nýtt skráarsnið gæti skilað 20 sinnum betri hljóm en mp3 hljóðskrár.

Blaðamaðurinn Walt Mossberg tekur undir með Young og segir að Jobs hafi verið afar annt um gæði. „Jobs var oft á tíðum undrandi yfir því að fólk kysi þægindi og ódýrt verð fram yfir gæði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×