Erlent

Felldu niður mál gegn Armstrong

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Saksóknarar felldu niður mál gegn Lance Armstrong.
Saksóknarar felldu niður mál gegn Lance Armstrong. mynd/ afp.
Saksóknarar ákváðu í dag að fella niður mál á hendur Lance Armstrong, einum þekktasta hjólreiðamanni í heimi. Rannsókn hefur staðið yfir í næstum tvö ár vegna gruns um að Armstrong hafi notað lyf til að bæta árangur sinn í hjólreiðum. Armstrong hefur sjö sinnum unnið Tour de France hjólreiðakeppnina og ljóst má þykja að sakfelling í málinu hefði gert út um arfleið hans sem hjólreiðamanns. Sjálfur neitaði Armstrong alltaf ásökunum um að hafa tekið ólögleg lyf. Saksóknarar hafa ekki útskýrt á hvaða forsendu sú ákvörðun var tekin að fella málið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×