Erlent

Franskur forsetaframbjóðandi varð fyrir hveiti árás

Hollande var augljóslega ekki skemmt en hann hélt þó ró sinni og lauk ræðunni þakinn hvíta duftinu.
Hollande var augljóslega ekki skemmt en hann hélt þó ró sinni og lauk ræðunni þakinn hvíta duftinu. mynd/AP
Aðgerðarsinni kastaði hveiti yfir franska forsetaframbjóðandann Francois Hollande á kosningafundi í dag. Hollande var augljóslega ekki skemmt en hann hélt þó ró sinni og lauk ræðunni þakinn hvítu dufti.

Mótmælandinn var 45 ára kona. Hún hljóp að Hollande þegar hann hélt ræðu fyrir fundargesti í París og sturtaði hveitinu yfir hann.

Öryggisverðir handsömuðu konuna og báru hana á brott. Hollande beið á meðan konan var fjarlægð og hélt síðan ræðu sinni áfram.

Hollande undirritaði síðan samfélagssáttmála þar sem úrbótum á húsnæðisvandamáli Frakklands er lofað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×