Erlent

Snjallsími úr bambusreyr væntanlegur

Umgjörð símans er úr heilsteyptum bambusreyr.
Umgjörð símans er úr heilsteyptum bambusreyr. myndEngadget
Hugmyndaríkur námsmaður í Bretlandi hefur hannað snjallsíma úr bambusreyr. Nokkrir snjallsímaframleiðendur reyna nú að tryggja sér einkarétt á uppfinningunni.

Umgjörð símans er úr heilsteyptum bambusreyr. Viðurinn er afar sterkbyggður og hefur áður verið notaður í raftæki eins og tölvumýs og lyklaborð.

Það stúdentinn Kieron-Scott Woodhouse sem á heiðurinn af hönnun snjallsímans. Eftir að Woodhouse hafði þróað nokkrar frumgerðir fóru tæknifyrirtæki að sína verkefninu áhuga.

Snjallsíminn er væntalegur á markað í Kína og Japan síðar á árinu.

Síminn mun notast við Android stýrikerfið og mun státa af öllum helstu eiginleikum venjulegra snjallsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×