Erlent

Mínútuverð á símtölum milli Evrópulanda lækkar

Tilefni lækkunarinnar er áætlun Evrópusambandsins um að lækka símakostnað milli aðildarlanda sinna.
Tilefni lækkunarinnar er áætlun Evrópusambandsins um að lækka símakostnað milli aðildarlanda sinna. mynd/AP
Mínútuverð á símtölum ferðamanna í Evrópu hefur farið stiglækkandi síðustu ár. Tilefni lækkunarinnar er áætlun Evrópusambandsins um að lækka símakostnað milli aðildarlanda sinna.

Greint er frá þessu á vefsíðunni Túristi.is.

Nú kostar um 73 krónur á mínútuna að hringja til Íslands frá Evrópu úr íslenskum síma. Öll símafyrirtæki hér á landi innheimta þetta saman gjald en það er byggt á hámarks reikiverði ESB.

Gjaldið hefur lækkað um 10% frá árinu 2009 og í júli á þessu ári mun verðið síðan lækka að nýju. Þá verður mínútugjaldið um 66 krónur miðað við gengi krónunnar sem notað til að finna núverandi verð hér á landi.

Verð á netnotkun í útlöndum og kostnaður við að taka má móti símtölum á meginlandi Evrópu hefur einnig lækkað og munu gera það samhliða hinum nýju verðbreytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×