Flóttafólk undirbýr heimferð til Búrma 2. febrúar 2012 04:00 Ungir karenar í guðsþjónustu í flóttamannabúðum, þar sem presturinn ræddi um heimferðir. nordicphotos/AFP „Það er mjög auðvelt að undirrita friðarsamning. Þú getur gert það á fáeinum mínútum. En framkvæmdin er annað mál,“ segir Simon Htoo, prestur karenaþjóðflokksins að lokinni messu í fimmtíu þúsund manna flóttabúðum í Taílandi, rétt handan landamæra Búrma. Framkvæmdin, segir hann, ræðst ekki af „brosinu á andlitum þeirra heldur einlægni þeirra, því sem í raun býr í hjörtum þeirra“. Í messunni stuttu áður hafði hann talað af ákefð um vonina, sem hefur vaknað eftir að herforingjastjórnin í Búrma breytti skyndilega um tón, tók að boða frið og sættir eftir áratuga kúgun. „Stríð á sér sinn tíma, og friður á sér sinn tíma. Sextíu og þrjú ár eru nógu langur tími fyrir dráp,“ sagði hann í predikun sinni. „Ég vonast til að sjá ykkur öll fljótlega í landinu okkar fagra.“ Karenar í útlegð eru farnir að hugsa sér til heimferðar. Þeir hafa í 63 ár barist hatrammri baráttu fyrir aukinni sjálfstjórn við stjórnarherinn í Búrma. Fyrir nokkrum vikum var undirritað friðarsamkomulag, og þótt tortryggni gæti enn þá sjá menn fyrir sér breytta tíma. Fleiri þjóðflokkar, sem átt hafa í áratugalangri baráttu gegn kúgunaröflum stjórnvalda í Búrma, hafa undirritað friðarsamninga síðustu vikurnar. Átökin undanfarna áratugi hafa oft verið hörð og talið er að um þrjár milljónir flóttamanna frá Búrma séu nú í öðrum löndum, flestir í Taílandi og öðrum nágrannaríkjum. Valdaskipti urðu í herforingjastjórninni eftir kosningar árið 2010. Síðan þá hafa stjórnvöld boðað og innleitt ýmsar umbætur í mannréttindamálum og í lýðræðisátt. Hundruð pólitískra fanga hafa verið látin laus, dregið hefur úr ritskoðun og starfsemi verkalýðsfélaga er nú heimiluð. Þessar umbætur hafa komið mörgum á óvart, en bæði stjórnarandstæðingar í Búrma og alþjóðasamfélagið hefur tekið þeim fagnandi. Seint á síðasta ári tóku Bandaríkin stjórnvöld í Búrma í sátt og Bandalag Suðaustur-Asíuríkja hefur fallist á að Búrma fái forsæti í samtökunum árið 2014. Enn er þó mikil óvissa um framhaldið. Enn sitja hundruð pólitískra fanga í fangelsi í Búrma og herforingjastjórnin heldur enn um valdataumana. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
„Það er mjög auðvelt að undirrita friðarsamning. Þú getur gert það á fáeinum mínútum. En framkvæmdin er annað mál,“ segir Simon Htoo, prestur karenaþjóðflokksins að lokinni messu í fimmtíu þúsund manna flóttabúðum í Taílandi, rétt handan landamæra Búrma. Framkvæmdin, segir hann, ræðst ekki af „brosinu á andlitum þeirra heldur einlægni þeirra, því sem í raun býr í hjörtum þeirra“. Í messunni stuttu áður hafði hann talað af ákefð um vonina, sem hefur vaknað eftir að herforingjastjórnin í Búrma breytti skyndilega um tón, tók að boða frið og sættir eftir áratuga kúgun. „Stríð á sér sinn tíma, og friður á sér sinn tíma. Sextíu og þrjú ár eru nógu langur tími fyrir dráp,“ sagði hann í predikun sinni. „Ég vonast til að sjá ykkur öll fljótlega í landinu okkar fagra.“ Karenar í útlegð eru farnir að hugsa sér til heimferðar. Þeir hafa í 63 ár barist hatrammri baráttu fyrir aukinni sjálfstjórn við stjórnarherinn í Búrma. Fyrir nokkrum vikum var undirritað friðarsamkomulag, og þótt tortryggni gæti enn þá sjá menn fyrir sér breytta tíma. Fleiri þjóðflokkar, sem átt hafa í áratugalangri baráttu gegn kúgunaröflum stjórnvalda í Búrma, hafa undirritað friðarsamninga síðustu vikurnar. Átökin undanfarna áratugi hafa oft verið hörð og talið er að um þrjár milljónir flóttamanna frá Búrma séu nú í öðrum löndum, flestir í Taílandi og öðrum nágrannaríkjum. Valdaskipti urðu í herforingjastjórninni eftir kosningar árið 2010. Síðan þá hafa stjórnvöld boðað og innleitt ýmsar umbætur í mannréttindamálum og í lýðræðisátt. Hundruð pólitískra fanga hafa verið látin laus, dregið hefur úr ritskoðun og starfsemi verkalýðsfélaga er nú heimiluð. Þessar umbætur hafa komið mörgum á óvart, en bæði stjórnarandstæðingar í Búrma og alþjóðasamfélagið hefur tekið þeim fagnandi. Seint á síðasta ári tóku Bandaríkin stjórnvöld í Búrma í sátt og Bandalag Suðaustur-Asíuríkja hefur fallist á að Búrma fái forsæti í samtökunum árið 2014. Enn er þó mikil óvissa um framhaldið. Enn sitja hundruð pólitískra fanga í fangelsi í Búrma og herforingjastjórnin heldur enn um valdataumana. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira