Flóttafólk undirbýr heimferð til Búrma 2. febrúar 2012 04:00 Ungir karenar í guðsþjónustu í flóttamannabúðum, þar sem presturinn ræddi um heimferðir. nordicphotos/AFP „Það er mjög auðvelt að undirrita friðarsamning. Þú getur gert það á fáeinum mínútum. En framkvæmdin er annað mál,“ segir Simon Htoo, prestur karenaþjóðflokksins að lokinni messu í fimmtíu þúsund manna flóttabúðum í Taílandi, rétt handan landamæra Búrma. Framkvæmdin, segir hann, ræðst ekki af „brosinu á andlitum þeirra heldur einlægni þeirra, því sem í raun býr í hjörtum þeirra“. Í messunni stuttu áður hafði hann talað af ákefð um vonina, sem hefur vaknað eftir að herforingjastjórnin í Búrma breytti skyndilega um tón, tók að boða frið og sættir eftir áratuga kúgun. „Stríð á sér sinn tíma, og friður á sér sinn tíma. Sextíu og þrjú ár eru nógu langur tími fyrir dráp,“ sagði hann í predikun sinni. „Ég vonast til að sjá ykkur öll fljótlega í landinu okkar fagra.“ Karenar í útlegð eru farnir að hugsa sér til heimferðar. Þeir hafa í 63 ár barist hatrammri baráttu fyrir aukinni sjálfstjórn við stjórnarherinn í Búrma. Fyrir nokkrum vikum var undirritað friðarsamkomulag, og þótt tortryggni gæti enn þá sjá menn fyrir sér breytta tíma. Fleiri þjóðflokkar, sem átt hafa í áratugalangri baráttu gegn kúgunaröflum stjórnvalda í Búrma, hafa undirritað friðarsamninga síðustu vikurnar. Átökin undanfarna áratugi hafa oft verið hörð og talið er að um þrjár milljónir flóttamanna frá Búrma séu nú í öðrum löndum, flestir í Taílandi og öðrum nágrannaríkjum. Valdaskipti urðu í herforingjastjórninni eftir kosningar árið 2010. Síðan þá hafa stjórnvöld boðað og innleitt ýmsar umbætur í mannréttindamálum og í lýðræðisátt. Hundruð pólitískra fanga hafa verið látin laus, dregið hefur úr ritskoðun og starfsemi verkalýðsfélaga er nú heimiluð. Þessar umbætur hafa komið mörgum á óvart, en bæði stjórnarandstæðingar í Búrma og alþjóðasamfélagið hefur tekið þeim fagnandi. Seint á síðasta ári tóku Bandaríkin stjórnvöld í Búrma í sátt og Bandalag Suðaustur-Asíuríkja hefur fallist á að Búrma fái forsæti í samtökunum árið 2014. Enn er þó mikil óvissa um framhaldið. Enn sitja hundruð pólitískra fanga í fangelsi í Búrma og herforingjastjórnin heldur enn um valdataumana. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Það er mjög auðvelt að undirrita friðarsamning. Þú getur gert það á fáeinum mínútum. En framkvæmdin er annað mál,“ segir Simon Htoo, prestur karenaþjóðflokksins að lokinni messu í fimmtíu þúsund manna flóttabúðum í Taílandi, rétt handan landamæra Búrma. Framkvæmdin, segir hann, ræðst ekki af „brosinu á andlitum þeirra heldur einlægni þeirra, því sem í raun býr í hjörtum þeirra“. Í messunni stuttu áður hafði hann talað af ákefð um vonina, sem hefur vaknað eftir að herforingjastjórnin í Búrma breytti skyndilega um tón, tók að boða frið og sættir eftir áratuga kúgun. „Stríð á sér sinn tíma, og friður á sér sinn tíma. Sextíu og þrjú ár eru nógu langur tími fyrir dráp,“ sagði hann í predikun sinni. „Ég vonast til að sjá ykkur öll fljótlega í landinu okkar fagra.“ Karenar í útlegð eru farnir að hugsa sér til heimferðar. Þeir hafa í 63 ár barist hatrammri baráttu fyrir aukinni sjálfstjórn við stjórnarherinn í Búrma. Fyrir nokkrum vikum var undirritað friðarsamkomulag, og þótt tortryggni gæti enn þá sjá menn fyrir sér breytta tíma. Fleiri þjóðflokkar, sem átt hafa í áratugalangri baráttu gegn kúgunaröflum stjórnvalda í Búrma, hafa undirritað friðarsamninga síðustu vikurnar. Átökin undanfarna áratugi hafa oft verið hörð og talið er að um þrjár milljónir flóttamanna frá Búrma séu nú í öðrum löndum, flestir í Taílandi og öðrum nágrannaríkjum. Valdaskipti urðu í herforingjastjórninni eftir kosningar árið 2010. Síðan þá hafa stjórnvöld boðað og innleitt ýmsar umbætur í mannréttindamálum og í lýðræðisátt. Hundruð pólitískra fanga hafa verið látin laus, dregið hefur úr ritskoðun og starfsemi verkalýðsfélaga er nú heimiluð. Þessar umbætur hafa komið mörgum á óvart, en bæði stjórnarandstæðingar í Búrma og alþjóðasamfélagið hefur tekið þeim fagnandi. Seint á síðasta ári tóku Bandaríkin stjórnvöld í Búrma í sátt og Bandalag Suðaustur-Asíuríkja hefur fallist á að Búrma fái forsæti í samtökunum árið 2014. Enn er þó mikil óvissa um framhaldið. Enn sitja hundruð pólitískra fanga í fangelsi í Búrma og herforingjastjórnin heldur enn um valdataumana. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira