Erlent

Ferja með 350 manns um borð sökk við Papua Nýju Gíneu

Ferja með um 350 manns innanborðs sökk undan norðurströnd Papua Nýju Gíneu í seint í gærkvöldi.

Nýjustu fréttir herma að yfir 200 manns hafi verið bjargað en sex skip og þrjár þyrlur eru á svæðinu að leita að þeim sem komust lífs af. Þá hefur Dornier vél flogið yfir svæðið og kastað niður björgunarflekum.

Ferjan var á siglingu milli bæjanna Kimbe og Lae þegar hún sendi frá sér neyðarkall. Talið er að slæmt veður á þessum slóðum hafi valdið því að ferjan sökk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×