Erlent

Fjórðungur spörfugla í Danmörku frjósa í hel

Hinn mikli kuldi í Danmörku þessa vikuna hefur haft þær afleiðingar að um 25% af öllum spörfuglum landsins hafa frosið í hel.

Það eru einkum minni tegundir þessara fugla eins og rauðhálsinn og fuglakóngurinn sem orðið hafa hvað harðast úti. Þrátt fyrir nafnið er fuglakóngurinn minnsti fugl Danmerkur.

Danskir sérfræðingar telja að ef þessi kuldi verði viðvarandi út þennan mánuð muni um 90% af spörfulgum landsins frjósa í hel. Ekkert lát er á kuldunum og um helgina er spáð allt að 18 gráðu frosti víða í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×