Erlent

Dóttir klippir hárið á krabbameinssjúkri móður

Ótrúlegt myndband sem sýnir unga dóttur klippa hárið af móður sinni hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum.

Sara og Craig Etchells ákváðu mynda augnablikið þegar dóttir þeirra, hin sex ára gamla Lola, klippir hárið af móður sinni. Sara greindist með brjóstakrabbamein í september á síðasta ári og gengur brátt undir geislameðferð.

Craig segir að myndbandið sé minjagripur um krabbameinsmeðferðina og þá erfiðleika sem fjölskyldan gengur í gegnum. „Þetta var tilraun til að komu Lolu í skilning um hvað krabbameinið þýðir í raun."

Hjónin eiga sex börn og eftir að hafa sýnt þeim myndbandið hvöttu þau föður sinn til að birta myndbandið á vefsíðunni YouTube. „Við vildum hreyfa við fólki," segir Craig í yfirskrift myndbandsins.

Fjölskyldan vonast til þess að safna 100.000 dollurum og skipta þeim síðan á 10 góðgerðarsamtök í Bandaríkjunum. Þau ætla einnig að framleiða fleiri myndbönd sem öll tengjast krabbameinsmeðferð Söru. „Næsta ætlum við að heimsækja hárkollubúð, " sagði Craig.

Hægt er að sjá myndbandið hér að ofan. Áhugasamir geta einnig kynnt sér fjáröflun Etchells-fjölskyldunnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×